Færslur: 2007 Desember

30.12.2007 21:12

Gamlársdagur á morgun.

Gamlársdagur á morgun. Nýtt ár handan við hornið, það legst bara vel í mann enda þýðir ekkert annað, ekki stopar maður tíman. Í dag er búið að vera rigning og rokk, ekkert spendandi veður og rafmagnið farið af tvisvar stutt í einu.

Doddi var að selja flugelda fyrir björgunarsveitina hér eins og undanfarinn þó nokkur ár ásamt Kobba á Hamri, grunnar þá að það séu að koma 20 ár. Þeir bryjuðu í gærkvöldi og héldu núna í dag áfram og kláruðu fyrir kvöldið. Smári fékk að fara með í morgun og skiptu svo Sveinn þegar þeir voru komnir á holtin. 

Legjumst svo á bæn um að það verði veður til að skjóta upp flugeldum á áramótunum. 

Í gær urðum við að lúsast út í Miðhlíð að gefa vegna þess að það var svo mikil hálka, hafði Nisaninn í fjórhjóladrifinu til öryggis. Eins var það í dag en þó minna hér innar en útfrá.

Var að setja inn myndir af jólunum, jólatrésskemmtunninni og fl. Kíkið á það.

23.12.2007 17:52

Jólin að koma

Þórláksmessa í dag og jólin að koma.

Strákarnir búnir að setja upp jólatréð og skrita gerðu það í gær.

Við mamma vorum sniðugar, ég var að segja henni að ég væri búinn að gæja í matarstelið sem er til sölu í BYKO, þá hafði hún verið að gera það líka.

Nema úr varða að hún panntaði 4 stel og ætlum við að lána hvor annari þegar við höldum stórar veislur, erum sem sagt 12 og 12 og höfum 24 í veislum.

Mamma prufaði sitt sett í gær með matarboði og ég ætla að prufa mitt í kvöld með skötuveislu eins og hefur verið núna í nokkur ár.

Í gærkvöldi var feiknar teiti eða útskriftarpartý hjá Heiðu. Það var mikið gaman og grín. Segi bara takk fyrir mig og til hamingju Heiða með þennan áfanga.

Fyrir þá sem ekki þekkja er Heiða nágrani og samstarfkona mín. Hún var að klára stútentin í Náttúrfræðabraut úr framhaldsskóla Grunndarfjarðar. En með náminu hefur Heiða verið að kenna fulla kennslu í grunnskólanum.

Nú eru litlujólin búinn, setti inn myndir af myndarbörnum okkar hér í sveitinni inn, yngri börninn sem ekki eru kominn í skóla fengu að koma líka.

Litlu jólin eru þannig að allir sita með kerti og hlusta á jólasögu, jólaræðu deilsarstjóra, syngja, hlusta á jólaguðspallið, syngja meir. Þá eru jólakortinn innan skólans komið til eiganda en jólakortakassin er kirjan í miðjuni. Eftir þetta eru jólapakkar, en allir koma með ein pakka og fá svo að draga upp úr stórum kassa einn.

Í lokinn er borðað saman hangikjöt og ís á eftir.

Að lokum viljum við fjölskyldan í Skálholti óska öllum gleðilegra jóla og þakka fyrir heimsóknir á heimasíðu okkar á árinu.

19.12.2007 22:28

jólakvöld kvenna

Í gærkveldi var jólakvöld hjá okkur konum.
Er það haft þanning að konur koma með paka mertan málshætti og á auka miða sem er setur í skál.
Það eru sungin jólalög og ein les jólasögu. Þegar áleíður kvöldið er svo farið í að opna pakka: ein kemur og dregur og les, hinar bíða og fylgjast með hver málshátturinn er og hvað er í pakkanum.  Þetta er mjög gaman og sjaldan sami málsháttur en hefur þó komið fyrir.
Það er kvenfélagsstjórn Neista sem sér um kvöldið.
Á boðstólum voru ostar, kex, vínber, mandarínur, sulta, kaffi, gos og smákökur. Já ekki má gleyma konfegtinu.

Í fyrra varð ekkert af þessu kvöldi, var það vegna þess hvað oft var vont veður eða margar konur fjarverandi í einu. En reynt er að hafa það í huga að sem flestar séu heima.

Málshátturinn sem ég fékk var "Hver kona er drottning heima hjá sér" og í pakkanum var jólaengil til að setja á jólatréð. Mjög fallegt og takk fyrir mig.

Litlujólin í skólanum framundan hjá okkur, þar er mætt með paka og kerti.

16.12.2007 12:25

Jóla hvað?

Hér er  frétt af útskriftinni á Brautagengi námskeiðinu sem ég var ásamt fl. kjarnakonum: http://www.vesturbyggd.is/frettir/Brautargengi_kvenna_i_Vestur-bardastrandarsyslu

Við fjölskyldan brugðum okkur suður og vorum snög, fórum með Baldri á fimmtudag og komum keirandi heim í gær laugardag. Við vorum í vonda verðrinu að versla í bænum. Við vorum einu kúnnarnir í eini verslun sem við fórum í fyrst. Enda var keft vel þar og fengum góða þjónustu. Kláruðum í Smáralindinni, þar voru fleiri vestfirðinga, t.d. Guðný á Hamri. Páll Óskar var að spila og árita í Hagkaup.

Framundan er að baka, þrífa og baka svo meir.  kveikja á kertum og klára paka inn jólagjöfum og klára skrifa síðustu jólakortin.

Er sammála Ásgeiri með að hlusta á Ladda jól, það er snild.
Á heimleiðini í gær var verið að tala við Ladda og spila jólalögin hans.
Það er ekkert annað en að koma sér í jólagírinn þó úti sé rigning og rok.

13.12.2007 14:35

Jólin nálgast

Já jólin nálgast og sveinkar farnir að gefa í skóinn. Mikikið jólastúss í skólanum.  Stóru að klára vinna jólablaðið og skreita skólan, yngri búa til ýmislegt fallegt til skrauts og gjafa.  Núna á þriðjudagskveldið var ljóðakvöld hjá krökkunum. Það lukkaðist vel eins og áður en núna var bara verið með ljóð og sögu eftir Jónas Hallgrímsson í tilefni 200 ára afmælis hans.  Seti inn nokkrar myndir, en það voru fáar myndir góðar vegna hve dimmt var inni í salnum.

Við fjölskyldan erum að skipuleggja reykjavíkur-jólaferðina. Spenningur hjá strákunum að komast í stóru leikfangabúðina að verala fyrir afmælispenninginn sinn. 

Annars er maður annsi þreytur á þessum stormun sem hafa verið núna trekk í trekk.
Báðir bílanrnir komnir á vetradekkin.

06.12.2007 21:03

Viðtal við Dodda

Doddi var í viðtali í svæðisútvarpinu. Um sundlaugina og ungmennafélagið.
slóðinn til að hlusta á það er : http://dagskra.ruv.is/streaming/isafjordur/?file=4344162/9

Dæmið svo sjálf.

Annars er það að frétta að útskrift úr Brautagengi er á mánudag. Var með loka kynningu á miðvikudag. Það gekk bara vel, náði að vera róleg og passa orðaval, en mátti segja betur frá ýmsum atriðum. 

Læt þetta nægja í bili.
  • 1
Flettingar í dag: 43
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 53694
Samtals gestir: 15130
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:31:53
nnn