Færslur: 2008 Febrúar

21.02.2008 20:23

Veðurblíða

Dagurinn í dag var falegur og stiltur.  Ekki verandi úti nema með skólgleraugu þegar sólin var sem hæðst.  Varð þó að draga fyrir gluggana í skólana svo hætt væri að vera í stofunum því sólinn var svo langt á lofti og beint í augun eða of heitt á mann.

Sveinn var heima, kvartaði í gær um að vera flögurt og hafið fötu hjá sér í nótt, í morgun var hann með smá hita og en flögurt, en dagurinn leið hjá honum heima og var hann mishress.  En við Smári hringdum reglulega í hann að fylgjast með honum.

Við Smári fórum í skólan, þá vantaði Heiðu og Torfa (þau búinn að legjast í æluna), svo ég var í kennslu strax en átti annars ekki að byrja fyrir en kl 10.  það vantaði svo fjóra nemendur, sem voru heima lasnir.  Ég hafði yngri og eldri í páskaföndri að gera páskaunga, sem gekk vel.
Eftir hádegi var Guðný að byrja að vera lasinn svo hún hringdi í Halla og kom hann um tuttugu mínutum yfir eitt.  Þá átti ég eftir að ganga frá föndurefnunum og eldhúsinu. Og var að vinna til kl þrjú. 
Tók með mér heim föndur efni til að búa til sýniseintök.
 Ég varð svo uppþend að ég hafði ekki list á að elda eða borða. En Doddi kom snema heim og skveraði því af.

Tók engar myndir í dag.

Gaman að fylgjast með hvað Ásgeir mágur er duglegur að blogga og föndra við heimasíðuna, það er gott að hann geti gefið sér tíma til að sinna þessu svona vel.

19.02.2008 18:34

Varúð!! varúð!!! drottninginn lasin

Best ég byrji á laugadaginn 16.feb., þá var nó að gera. Doddi fór í jarðarför á Bíldudal með þeim á múla.  Leikfimi kl 14 sem ég fór í,  þá þurfti ég að sækja pólverjana úr vinnunni. Hringdi í Sólveigu til að fá að vita hvernig væri hjá henni, þá voru þau hjón í sveitinni, þannig að ekki gæti ég kíkt á þau í sunnudagskaffi.
Ágúst Vilberg var í heimskók, fengum okkur að drekka og fórum úteftir að gefa í Miðhlíð.  Það tók aðeins lengir tíma því rúllan sem var óopnuð var ónýtt og þurtum við að sækja aðra á vagninn, en það var svo mikil móða á rúðuni á dráttavélinni að strákarnir sögðu mér til. Stóðu þeir sig vel í því. Doddi kom á skódanum að gá að okkur, en þá vorum við byrjuð að gefa rúlluna sem við sóttum af vagninum. 
  Við strákarnir vorum kominn rétt fyrir sjö, búinn að vera um tvo tíma útfrá.

Pálmi Jón í Rauðsdal átti afmæli á laugardaginn 16.feb. og varð 14 ára. Ég veit að honum þykkja pönnsur góðar, svo að á sunnudaginn bakaði ég með aðstoð Smára stóran stafla af pönnsum og rúllaði þeim upp í sykri.  Við fjölskyldan mættum  með pönnsurnar í Rauðsdal, þá voru frækunar frá patró í heimskók og feiknar kaffi í gangi.
Barst í tal að myndinn "Brúðguminn" væri í bíó.  Hún átti að vera helginni á undan en það var ekki flogið. Pálma, Svanhildi, Svenna og Smára langaði í bíó.
Pálmi og Svanhildur fóru vestur með frænkunum sínum. Smári hringdi í Sólveigu sem var í Baldri og ætlaði hún að taka þá bræður með vestur. Við Doddi kláruðum að gefa í þessari líka miklri reikningu. Stopuðm á múla. Á snari stundu var áhveðið að fara í bíó. fórum við heim að skipta um gala og af stað. vorum kominn fimm mínutur fyrir átta en þá átti sýningin að byrja, það voru margir í bíó.
Dómar mínir á myndinni er það er hægt að gera leiðilega sögu þræl skemmtilega, þetta voru frábærar persónur í þessari mynd. Best að ég segi ekki meir fyrir þá sem ekki hafa séð hana.

Mánudagur: Langur en ég var vöknuð fyrir kl: 5 og gat ekki sofnað aftur, borðaði graut með Dodda.  Sveinn hvartaði undan þungri tösku, og ég var með dótt svo ég skuttlaði þeim og dóttinu í skólan.  Var svo ýmislegt að sýslast, Doddi koma heim til að fara á Patró að ganga frá penningarmálum fyrir þorrablóttið. 
Greygið Guðný var ein fyrstu 4 kennslutímana, Torfi var ekki kominn að sunnan, Heiða var heima því Alex og börninn voru veik. Ég ekki beðinn að koma strax. En við Heiða fyldumst í skólan um kl: 11( tilviljun).
 
Kynningar fundur á Patró vegna olíuhreynsunar stöð í Hvesstu Arnarfirði. Hann var haldinn í félagsheimilinu, góð mæting eða um 150 manns. þetta var svona "haliljúja" samkoma "oljuhreynsunarsöð æði".  Má segja eins og með myndina brúðguminn leiðinlegt efni sett í skemmtilegan búning.  Það komu eingar neikvæðar hliðar á þessu upp. Það er kannski málið að fá oljuhreinsistöð eða skrá okkur sem enn búum hér á fornminnjaskrá.  Þetta yrði svo mikil breiting að maður getur valla áttað sig á því.
Fer ekkert nánar í þennan fund.

Á heimsleiðinni var mér byrjað að vera flögurt. komst þó heim og þá var ég í svona  fjóra tíma að æla með 20-40.mínutu pásum, svaka krammpar í maganum. Ekki gaman. Í morgun kom resst af krafti niður.
Er bara búinn að druslarst og sofa í dag. Er að vona að ælustandið sé búið. Er allavega ekki búinn að æla síðan í nótt.

Þannig að það er tilhlökunarefni ef strákarnir fá þetta, vona að ég verið orðinn frísk áður, ef þeir fá þetta.

14.02.2008 21:42

Þorrablótið búið.

Nú er þorrablótið búið, lokafundur haldin með stæl í gær.

Torfi kom með forréttin reykta bleikju.

Heiða kenndi Dodda hvernig hægt sé að elda skötusel,

Fanney sá um eftirréttinn, sem var ávxtir með kókósbolum og súkkulaði.

Árni og Guðrún komu með drykki.

Ég sá um að leggja á borð og uppvask eftirá.


Ekki var hagnaður á blótinu en það voru ekki fl.en 70 sem komu.

Við brugðum á það ráð að selja súrmatinn sem var eftir og gekk það vel. Eins er kók og spræt til sölu á Múla Olís sem var eftir á þorrablótinu. Matur og annað var kept miða við að það kæmu 120 mans.

Það voru mörg skemmtiatriði, vorum nari með dagskrá í tvo tíma. ((geri aðrir betur))

Nefndin kom aðeins tvisvar saman öll þar til á föstudag áður. Vorum ekki með miklar æfingar. Ég hef ekki heyrt annað en að flestir hafi skemmt sér vel og þótt atriðinn góð.

Núna er búinn að vera prófavika og skólinn bara frá kl:10-12. Mjög nottarlegt, hef tíma til að gera ógerðu húsverkinn eftir þorrablótsvinnuna.

Strákunum finnst ekki gaman að missa snjóinn enda búið að vera gaman að gera snjóhús og renna sér á Múla.

Sveinn ætlar að reyna að komast á patró á prófloka diskó, en það byrjar á pizzu-hlaðborði í Þorpinu á patró, farið svo í félgsmiðstöðina og dansað.

04.02.2008 11:57

Skemmtilegir dagar

 Bolludagur í dag
Spreingidagur á morgun
Öskudagur á miðvikudag upplýsingar ínn á þessari siðu um hann: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3201

Verð að stetja inn hvað var skrifað af nemendum mínum. Guðný hjálpar þeim að setja inn fréttir og koma nýjar reglulega eða um eina á viku. fara inn á Grunnskólavefinn niður að bekkir og næst inn á 1-7.bekkur Birkimelsskóli. Þá sést þetta.
Yngri var varla búinn að geta verið neitt úti, svo ég áhvað að leifa þeim að vera úti í byggingarvinnu í myndmenntartíma, tók með myndavélina þær myndir koma inn við tækifæri. Það var gert virki og mörg hús í skaflinn. Höfðum gott veður eða stilu og sól.

Bollur eru bestar.
Það er búið að gera snjóhús og Silja er besti kennari í heimi af því að hún leyfði okkur að gera snjóhús. Það er með göngum. Við fengum rjómabollur hjá Ólu. Óla er best í að gera bollur. Það er búið að gera öskutunnuna fyrir grímuballið.
Texti: Ólafur Sölvi og Ágúst Vilberg

http://www.grunnskolivesturbyggdar.is/


Hver ætla vað vera fyrstur að skrifa í gestabók eða hér fyrir neðan í þessum mánuði, ég veit að það er herlingur sem les þetta blogg bull hjá mér, kvitið nú.Takk. ég elska ykkur!!

02.02.2008 21:53

Nýrr mánuður

Tími á nýtt blogg, skrítið hef ekki haft mikin tíma til að fara í tölvuna. Doddi hefur líka verið að vinna í annállnum og strákarnir að vinna verkefni í sögu um Snorra Sturluson.

Á fimmtudaginn var eða 31.janúar var þorrablót í skólanum og foreldrum boðið að koma, í boði var þorramatur og það var söngur og annað kynnt, Yngri sungu og myndir sýndar á meðan sem var við hverja vísu, miðdeild var með matarverkanir hvernig þær eru. Eldri gerðu myndskeið um þorran sem var mjög gott hjá þeim. Heiða átti afmæli og var sunginn afmælissöngurinn fyrir hana.
Þetta var semsagt mjög góð stund sem við áttum, var svo hjálpast við frágang.

Það er best að ég segi ykkur sem lesa þetta að við nokkuð margar konur erum farnar að mætta í leikfimi í Birkimel tvisvar í viku, á þriðjudagskvöldum kl 21 og á fimmtudögum kl 15, Heiða er að stjórna okkur í þolfimi, erum við í kl.tíma prfókrami. Við höfum verið 12 sem mætum.  Svo eru nokkrar sem fara líka á patró í tæki eða annað, ég er ekki en ein af þeim þó ég eigi kort í tækjasalin sem ég fékk frá Vesturbyggð því ég vinn hjá þeim. Ég er þó alltaf á leiðinni vestur, tel mig ekki hafa tíma. 

Stittist í þorrablótið hjá okkur hér. Þannig að það verður stíf vinna framundan í tegslum við það.  Verðum við á bæn til að fá gott veður svo þeir sem ætla að koma komist vandræðalaust.

Set inn myndir af þorrablótinu og fl.
  • 1
Flettingar í dag: 39
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 53855
Samtals gestir: 15203
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 11:18:18
nnn