Færslur: 2008 Júlí

15.07.2008 19:57

Nó að gera eins og vanalega.

Systur mínar farnar heim í Þýskaland. Nokk ánægðar með dvölina.

Eftir héraðsmóttið sendi ég Sveinn í frjálsíþróttaskóla í Borgarnes 7-11. Var hann 4 tíma á dag í frjálsum, lærð hann t.d. grindarhlaup. Þau fengu að fara í sund á hverjum degi í kl.tíma. Svo kvöldvökur og fl. Sveinn var mjög ánægður.

Komum 5 syskinni saman í Laxárholti.
Smári fór svo að taka á móti bróður sínum á fimmtudag í Laxárholt. Ég fór ekki fyrir en á föstudag seinni ferðina með Baldur, þegar ég kom var Smári búinn að tjalda. En í Laxárholti var syskina helgi og komu Nína systir með Loft (maður hennar) Bjöggi og Mangó (sonur Nínu og  kærasta hans sem heitir Margrét). Siggi bróðir og Áslaug (kona hans) Siggi Logi (sonur þeira) Brynja (dóttir sigga) með börnin sín Emmu (bráðurm 5 ára) og Hafn (á 3 ári). Sólveig systir með Stínu svo kom Svanur á laugardeginum.
það ringdi og var ákveðið af fara í Landnámssetrið í Borgarnesi, við vorum svo mörg að við fengum hópafslátt það kostaði 1000 á báðar sýningarnar á afslætinum. Ég mæli með þessum sýningum.   
Var farið að undirbúa matinn, en allir komu með á grill og var það bæði lamb og kjúlli. Ekki vantaði svo meðlætið.  Maturinn var svo mikil að við hefðum mátt vera helmiki fleiri án þess að geta klárað. Áttum við svo gott kvöld. En við lögðum ekki í að sofa aftur í tjaldinu og fórum inn með dýnurnar.  Fórum við svo heimleiðis í hádeginu á sunnudeginum. Vorum kominn svo snemma í hólminn að ég komst í sund með strákunum áður en ég fór með baldri.

Mánudagur 14.júlí Tvíburaafmæli. Hafsteinn og Linda áttu 5 ára afmæli. Náttúrulega mikil veisla. Farið var í skemmtilega leiki. 

Þriðjudagur: við fjölskyldan fórum öll í vinnuna Gellur og Kinnar. Nóg eftir að pakka þurrum hausum og beinum. Ég tók þó skorpu í að þrífa kaffistofuna.  Verður nóg að gera í nokkra daga.

05.07.2008 22:54

Júlí kominn

 Systur mínar frá Þýskalandi eru í heimskókn. Þær fengu að taka þátt í þrifum í Lingholti og að fara í vinnuna með Dodda og strákunum. Og í dag fengu þær að keppa á héraðsmótinu. Mikið fjör og gaman. Jóhanna náði þriðja sæti í kringlu, alveg frábært.


Júlí er bara kominn.

 

Pabbi og systur mínar þær Jóhanna og Vanesa komu á mánudag.  Komu með seinni Baldri og fengu þetta flotta veður og hreynasta skemmti sigling.

Ég hafði hangiköt með jólaöli og uppstúf með kartöflunum.

Þriðjudagsmorgun 1.júlí fórum við pabbi í fjósið á Vaðli að ná okkur í smá mjólk, pabba leist vel á fjósið og allt. Svo hófst hveitikökubakstur. Fórum í kaffi á Múla með hveitikökur og hangisalat. En þá var Alex mæt með tertu í kveðjuskinni ásamt Heiðu og börnum. Alex var svo með stelpupatrí um kvöldið.

Miðvikudag 2.júlí. Stelpurnar og strákarnir fóru með Dodda í vinnuna. Við pabbi fórum í Lyngholtið að þrífa en pólverjarnir voru farnir og koma ekki aftur fyrir en í sept. og er búið að leigja húsið undir tvö ættarmót.

Skelti köku í ofninn og hrærði deig í pönnsudeig, lét strákana og stelpur sjá um rest. Sigga kom að hjálpa með þrifinn, ekki veiti af. Komu svo allir í kaffi til mín,  og fegnu krakkarnir að setjast út með sitt. Enda gott veður.  En það var kominn rigning þegar æfingin var.

 Jóhanna og Vanesa skráðu sig til keppni á héraðsmótið.

 Fimmtudagur: voru við öll að hjálpast við að þrífa og taka til, krakkarnir dugleg úti að raka og snirta.  Doddi og pabbi rifu tepið af áður en þeir hættu á mið, var nú verk að þrífa rest upp. 

 Tókst að gera Lingholt gesta hæft á hádegi á föstudag. Pabbi og systur fóru með Helga Páli á mjólkurbílnum, þær að skoða hvolpana en pabbi fór rúntinn með Helga.

 Sveitabörninn fengu að fara í sund og voru þau ánægð með það.  Búningskelfagámurinn er stórgóður. 

 Á föstudagskvöldið var undanúslit í stuttu hlaupunum. Sveinn og Vanesa voru í því.

Múla bræður slóu í fyradag svo meir heiskapur framundan, þannig að Doddi varð eftir til að taka þátt í heiskapnum og ég fór með stákana og systur mínar á Bíldudal. 

UMFB eru kominn með meiri en 30 verlaunasæti núna eftir föst. og laug.  allveg stórglæsilegt hjá okkar keppnisfólki stóru og smáu. Áfram UMFB!!!!

  • 1
Flettingar í dag: 32
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 61
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 53909
Samtals gestir: 15232
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:36:26
nnn