Færslur: 2009 Apríl

25.04.2009 12:18

Kostningadagur

Upp er runninn kostningardagur.  Nú er bara bíða og vona, að Eyrún komist inn.
Fór í smá göngu í morgun með myndavélina. Sá merki vorsins.
Komið nýtt myndaalbúm. með myndum frá hliðunum og Skjaldvarðafossi.

19.04.2009 20:45

móri


Þetta er hann Móri sem er undan Lillu (dóttir Tálknu). Hann er hindur.

Frændi Móra.

Þetta er krúsídúllan Spegla


Hér eru þær Spegla og Botna að heilsa uppá mig.

14.04.2009 11:09

Páskafríið búið

Páskafríði búið og skólinn byrjað að nýju.
------------------------------------------------------------------
Eins og ég segi alltaf nó að gera, á fimmtudagskvöld var myndakvöld hjá UMFB og tókst það mjög vel og gaman að sjá þessar gömlu og nýju myndir.
----------------------------------------------------------------------
á föstudaginn langa fórum við á Kleifarheiðina að renna okkur, þar var fullt af fólki að leika sér. Tók nokkrar myndir og eru þær inn sem albúm.
       hér  eru Smári, Sveinn og Álftarnesbræður Pétur og Alex.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á laugardaginn fórum við Stína í brönd í Tálknafjörð sem var mjög nottarlegt,   Síðan var bingó sem fjárræktarfélagið hélt og UMFB var með nammi sölu í hlénu. Mæting var góð og vinningarnir góðir. Sveinn vann ferð með Baldri og Doddi þörung í garðinn. Um kvöldið voru við boðinn í snakkkvöld á Múla. Myndir af bingói komnar.


------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ 
Á Páskadag var mikil leit af eggjunum en ég gerði 14, vísbendingar bæði úti og inni.
Páskamessa í Haga kl 14. Ég að syngja en við vorum ekki mörg en það lánaðist eins og vanalega. Þetta var fyrst messan hjá séra Ástu í okkar sókn, og tókst bara vel, ég er allavega ánægð með hana. Sveinn Jóhann las seinni ritningarlesturinn og tókst það vel.
Eftir messu var kaffi hjá mér og komu þau á múla í kaffi. Síðan var slakað á fyrir og eftir kvöldmat.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

09.04.2009 09:18

fyrstu lömbin komin

Vorið komið, alla vega fyrstu lömbin hjá okkur í Miðhlíð og á Innri Múla.
Þegar við komum í húsinn á þriðjudag voru kominn tvö lömb hjá Tálknu, en hún er söguleg kind, náðist í fyrra vor þá með eini gimbu, þá búinn að vera úti í þrjá vetur. En núna náðist hún í janúar ásamt dóttir sinni, sem ég á von á að beri fljótlega.


Lömbin hennar Tálknu, lambakóngur og lambadrottning (en það heita fyrstu lömbin á vorinn alltaf)
___________________________________
Á Múla bar svo í gær

En fyrstu lömbinn voru tvær gimbrar (tvær lambadrottningar)
__________________________________________________________________
Síðustu helgi fórum við suður á árshátið sauðfjársbænda á Sögu. Eins og vanalega stór fín og gaman. Logi var veislustjóri. Fósturteljararnir Heiðurnar sem koma hér voru með vísur af ferðum sínum og komu tvær af þessu svæði önnur um verðrið en það er oftast ekki á besta veg þegar þær eru á ferðinni og hinn um skap í smalamennskum hér. Hljómsveitinn var úr eyjafirði og hreynt frábær. Er með nokkrar myndir af ferðinni.

Hér er verið að fara ómskoða 4 einstaklinga úr hverjum fjórðungi. Til aðstoðar var sú sem er með kind.is.
_________________________________
Fórum í Smáralindina með Smára þar sáum við

____________________________________________________
Alltaf fallegt hér á ströndinni





Eins og ég segi alltaf nó um að vera hér í sveit.
__________________________________________________________
Myndakvöld hjá umfb núna í kvöld.

  • 1
Flettingar í dag: 14
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 30
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 53830
Samtals gestir: 15197
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 02:51:19
nnn