Færslur: 2011 Mars

30.03.2011 22:28

Laxárholtsbændur.


Hér eru þau Didda og Steinni að mala hveiti fyrir mig.

Fór í fjósið í starfskynningu, gaman af því. Vanda mig svo mikið að ég tók ekki mynd af mér við þau störf.

28.03.2011 09:03

afmælisveisla

Í gær hélt ég veislu í tilefni afmælis míns í dag. Í forrétt var rækjuréttur, í aðalrétt var vissulega lambframpartur kryddleiginn í rúllu, hvítlauksstungið læri af Móur, með þessu var svo osta-rjóma-sveppasósa með ýmsu meðlæti, í eftirrétt var svo frönsksúkkulaðikakka, jarðaberjaterta eins og mamma er vönn að gera og súkkulaðikakka með rjómaost bökuðum á.
því miður tók ég ekki myndir af matnum. En þetta var allt gott.

hér er yngsti gesturinn að rétta úr sér, enda svaf hann mest alla veislunna.

hér er hálsmenn sem mamma gaf mér, en hún var að koma úr námskeiði að læra að gera svona skart. (smá erfitt að ná mynd því það kemur glampi ef flassið er á og óskírt að hafa það ekki.vona þó að þetta sjáist nógu vel.)

þetta fékk ég svo frá teigdafólkinnu. mjög flott.
Semsagt glæsileg með nýtt hálsmenn og nýtt arband.

fleiri myndir inná albúmi.

25.03.2011 10:26

Ársháttíð Patreksskóla


Í gærkvöldi var ársháttíð Patreksskóla, hér er Smári í einu hlutverki sínu með sínum bekk. Þemmað var hafið. Voru þjóðsögur, sjóræningjarævintýri og afsjóasaga.
8.bekkur var með söguna um Nemó.

Glæsilegt loka atriði hjá 9 og 10.bekk,með dans og söng.

Ánægður

23.03.2011 10:10

Mars.

 
Bretarnir komu og tóku af.

Stína á Múla gaf þeim þessar fínu húfur.


Málþing og aðalfundur ferðamálafélags v.Barðastrandasýslu haldið í Birkimel. Á málþinginu kom Gústaf gústafsson framkvæmdastjóri Markaðsstofu Vestfjarða, kynna okkur hvernig Finnar fóru að og hvað við getum lært af þeim.
Ásgerður Þorleifsdóttir verkefnastjóri ferðamála og menningarkasa, umræða Veisla að vestan.http://www.veislaadvestan.is/
Kvenfélagið sá um að einginn svelti og var kjötsúpa í hádeginu.
Guðrún Eggertsdóttir var með kynnigu á Vatnavinum hægt er að kynna sér það inná www.waterail.is
Svo átti Sigurður Mar Óskarsson verkefnasjtóri hjá Vegagerðinn að koma en hann fékk Magnús Hansson að sýna glærur frá vegagerðinn.
   
Kynningar ferðaþjóna á sunnaverðum Vestfjörðum. Hér er kynning frá Sjóræningjarhúsinu, EagleFjord ferðaþjónusta á Bíldudal, Skrímslasafnið og Móra með hangikjötssmak.
Á aðalfundi félagsins var Ása Dóra kjötinn nýr formaður. í stjórn eru Jóhann Svavarsson, Alda Davíðs, Margrét Magnúsdóttir og Silja. Fyrsta verkefni stjórnar er að skifa vegagerðinni bréf.
______________________________________________________________________________


múla prinsinn á Múla
  • 1
Flettingar í dag: 22
Gestir í dag: 11
Flettingar í gær: 61
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 53899
Samtals gestir: 15226
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 07:20:38
nnn