Færslur: 2012 Nóvember

21.11.2012 21:33

Brúðkaupið

Mín frábæra systir Sólveig bakaði og sá um 
að allir fengu sneið af þessari frábæru brúðartertu. 
Tertupallarnir/diskarnir eru smíðaðir af syni hennar Pálli Svavari. 
en hann smíðaði þá fyrir sitt brúðkaup.
 
og auðvita var tertan rosa góð.

17.11.2012 20:24

Brúðkaupið

ég sá í einhverju blaði mynd af brúðarvendi með hekluðum rósum, 
klipti það úr og lét mömmu hafa. 
ég vissi að mamma mundi þurfa að prufa að gera einn slíkan 
sem hún gerði stórglæsilega fyrir mig.

hún lét ekki staðar numið heldur gerði á svaramenn, brúðarsveinana og Dodda.

en bætist við blóm sem fóru í hárið á mér, 
síðan bæti hún við með að gera þessa perlufesti 
úr allveru perlum. þá varð þetta fullkomið.
Það er frábært að eiga svona flinka mömmu, 
síðan þurti kast vönd því ég vildi ekki kasta 
mínum, hann gerði mamma í snatri.

03.11.2012 22:58

Hans Óli


Elsku Hans Óli frændi minn nú ertu floginn frá okkur.

Það var hringt í þig á afmælisdaginn þinn 1973 sagt að þú fékkst litla frænku í afmælisgjöf og það var ég.

Þú sagðir að ég væri sú eina sem þú værir viss um afmælisdaginn. Alltaf var gaman að skiptast á afmælisóskum við þig.

Efst í huga mér er gleðin sem var kringum þig og alltaf varstu með brandara, þrautir og gátur.

Ánægjustundirnar voru margar á uppvaxtarárum mínum stundum var farið í heimsókn til Ólafsvíkur, oft í þeim tilgangi að selja rababara.

Urðu stundirnar fleiri þegar þú byggðir þér hús í Keflavík á Freyjuvöllum 16.

Því miður urðu stundir okkar sjaldnar eftir að ég fór að búa fyrir vestan, og núna síðustu árin höfum við hitast við jarðafarir.

Mikill spenningur var að fylgjast með þér og Val bróðir þegar þið helltuð ykkur í flugið fyrst með módelflugvélar síðan  flugdreka og svo mótordrekarnir.

En flugið þitt í Njarðvík í félaginu "Sléttunni" fylgdist maður með á netinu.

Elsku frændi ég kveð þig með tárum þú fórst  allt of snemma frá okkur.

Ég gleðst yfir að hafa átt þátt í þínu lífi.

Votta ég öllum þínum nánustu og þeim sem kynnst þér samúð mína. 

Litla frænkan (systurdóttir) Silja Björg Jóhannsdóttir.


Þennan krans gerðum við mamma og Sólveig, efnið í hann er fengið úr görðum okkar og náttúrunni.  Borðinn er skifaður af okkur.
  • 1
Flettingar í dag: 16
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 44
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 53711
Samtals gestir: 15137
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 07:36:27
nnn