19.07.2007 09:36

Surtarbrandsgil

Við mamma vorum á heimleið frá Laxárholti að tala um hinna og þessa staði sem við höfðum farið og ekki farið.  Hún mamma vissi ekki hvar potturinn fyrir innan Flókalund væri, svo ég sýndi henni hann. Mamma fór að tala um að hún hafi ekki farið í Surtarbrandsgil. Þá var ákveðið að fara ferð í gilið og  í pottinn.  Fórum á miðvikudag.(í gær)18.júlí

Eftir vinnu hjá mömmu lagði hún á stað og tók Stínu og Þóru með sér.  Það var nú bara kalt, húfu og vettlingar-veður.  Ég með nesti í bakpoka. Þetta var líka í fyrsta skipti hjá Svenna og Smára að fara í gilið. Þeim fannst gaman, nema Smára var kalt og hljóp ásamt stelpunnum niðrí bíl aftur á bakaleið.   

Þessi ferð tók góðan tíma hjá okkur, lögðum af stað hálf 6 og vorum kominn hálf 9 til baka. Áhveðið að fara heim í Skálholt og sá pottur nottaður. Grilaður kútlingarlæri og lambakjöt. Strákarnir fóru beint á æfingu.
Smökuðum svo á ís ársins sem er jarðaberja ostaköku ís, hann var rosa góður með sólarkaffi.

"Fyrir ofan Brjánslæk er Surtarbrandsgil, með einhverjum best varðveittu plöntusteingervingum sem finnast á Vestfjörðum, allt að 12 milljón ára gömlum. Þar eru blaðför af ýmsum kulvísum trjátegundum, svo sem hlyn, álmi, greni og furu. Þessar minjar benda til að loftslag á Íslandi hafi eitt sinn verið líkt því sem nú er í sunnanverðri Evrópu. Þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson veittu Brjánslæk sérstaka athygli í ferðum sínum um landið á 18. öld og lýstu staðnum vel í ferðabók sinni, enda er þar margt sem gleður augað. Sérstaka athygli þeirra vöktu plöntusteingervingarnir í Surtarbrandsgili sem þeir töldu einhverja fegurstu plöntusteingervinga landsins. Jarðlögin eru friðlýst náttúruvætti og til að fara niður í gilið þarf leyfi frá skrifstofu friðlandsins á Brjánslæk. " tekið af netinu:
http://www.vestfirdir.is/index.php?page=vatnsfjordur
Flettingar í dag: 104
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 101
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 103125
Samtals gestir: 27156
Tölur uppfærðar: 22.5.2025 17:07:49
nnn