27.07.2007 13:24

sunnudagur og mánudagur.

Á sunnudaginn 22.júli fórum við og múlagengið (Ásgeir, Sveinn, Sigga, Hanna Stína, Erna, Freydís og Pétur) á Rauðasand.  Fórum á kaffihlaðborð í Saurbæ.  Sveinn, Smári, Freydís og Pétur fóru í góðan göngutúr út vaðalinn á meðan við hinn drukkum kakó og fengum okkur kleinur, rjómapönnsur, flatkökur með hangikjöti og hveitihökur með laxi.  Fórum í kirkjuna og lásum sögu hennar sem er á spöldum þar.  Á heimleið var stopað við Garðar. 

Slóð af fróðleik um Saurbæjarkirkju ef þið hafið áhuga: http://www.vestfirdir.is/index.php?page=saurbaejarkirkja


Á mánudagskvöldið var síðasta kvöldmótið. Þá var keppt í 60m/100m og 600/800m.  Sveinn sigraði 800m með glæsibrag.
Niðurstaðan var að þeir bræður voru báðir í öðrusæti eftir kvöldinn þrjú. Mjög gott hjá þeim. 

Sem sagt góðir dagar.
Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 360
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 116503
Samtals gestir: 28814
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 09:19:38
nnn