30.07.2007 09:32

Táknafjörður

Laugardagurinn 28.júli.
--Veðrið var gott, sól þó skí færu aðeins fyrir af og til, fyrir mestu var að það var þurt. 
Doddi fór með bræðrum sínum og föður í jarðaför Einars Odds á Flateyri, það var mikið af fólki í henni, fullt íþróttahúsið og aðeins það nánasta í kirkjunni, Einar var jarðsetur í Holtskirkjugarði.
En ég og strákarnir fórum á Táknafjörð.Vorum mætt á Táknafjörð rétt fyrir hálf ellefu.  Strákarnir tóku þátt í fitnesi. Fitnesbrautinn var skemmtileg. Þeim gekk vel. Allir sem tóku þátt fengu vatnsbrúsa.
"myndir af fitnesinu verða setar inn"
Frítt var í sund, við fórum í sund þegar fitnesið var búið. Strákunum fannst gaman í rennibrautinni.  Eftir sundið fóru þeir í hoppukastala sem voru við skólan, þeri voru þar mestmegnis þar til að það var tekið loftið úr þeim.
 •
Ég að setja upp bás og Laufey við hlið mér,  við vorum báðar með prjónaskap(með þrjár peysur frá Stínu tegdó), ég var líka með göngukökur og rúgbrauð (seldi allar göngukökurnar), öskupoka, pottalepa, tréjólasveina og tréstanda fyrir penna .  Þegar ég brá mér frá seldi Laufey fyrir mig GSM vettlinga og griflur.  Það var ekki mikil trafík af fólki, mikið heimafólk og nokkrir gestir.  Mamma kom og var með egg til sölu, nýbakaðar hveitikökur og bútasaumsbuddur.
Léttgönguhópurinn kom á markaðinn ánægð með gönguna. Sólveig, Helgi, Stína og Doppa voru í göngunni.
Þegar við vorum búinn að taka saman fórum við strákarnir í Hópið og keypti fyrir þá pítsur og franskar, fórum á götugrilið, þar var etið og spjallað um stund. Strákarnir að leika við vini sína á meðan .  Doddi mætti á kaffileikhúsið, það var allveg frábært. Þórhallur Þórhallson fór á kostum hann er efnilegur. (hann er sonur Ladda). Eftir þennan langa dag voru strákarnir urvinda, enda búnir að vera á fullu allan tíman.  Í einu orði sagt var dagskráinn hjá þeim á Tálknafirði frábærlega vel heppnuð, alltaf nó að gera.
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99014
Samtals gestir: 26603
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:36:35
nnn