15.08.2007 13:16
Á ferð og flugi dagana 6-9.ágúst.
Frá Höfn fórum við í austur átt. Rendum um Djúpivog, þar var snirtilegt eins og má segja um Breiðdalsvík, Stöðvafjörð og Fáskúðsfjörð. Mjörg skemmtilegur bær Fáskúrsfjörður, mikið af myndum sem skreita hús og brýr. Fórum í gegnum ný göng milli Fáskrúsfjarðar og Reyðarfjarðar. Svakaleg breiting á Reyðafirði, uppbygging í tegslum við álverið, það er alger sprengja. Álversáhrifinn eru líka sjáanleg á Eskifirði og Neskaupstað. Það sem við tókum eftir var uppbygging og snirtimennska. Eins verið að laga gömul hús. Leiðinlegt að sjá óslegnu túninn í Norfirði. Þar er aðeins einn kúabóndi eftir og fáir með fé. En sprenjga í hestamensku þar.
(mánudagskvöld) Tjölduðum á Neskaupstað á fjölskyldutjaldstæði. Tjaldstæði eru frí þar og á Eskifirði. Heimskótum Þórð og Theu á Skorrastað 4. Alltaf gaman að koma til þeirra.
Á þriðjudag fóru strákarnir í sund en við í heimskókn til Júlla og Jónu á sjúkrahúsið, þar eru þau saman í stofu. Jóna var búinn að vera í æfingum og var þreit, Júlli var búinn í göngu úti. Þau eru með gestabók. Heilsuðum Dísu frá Skuggahlíð, hún var í næsta gangi. Hún var líka búinn að vera í þjálfun, en hún hefur ekki mát í annari hendi, en hún segir að hann sé að koma en bara mjög hægt.
Fórum í safnhúsið á Norfirði, það var að vísu rafmagnslaust þegar við komum,(það sló út á öllu landinu þá.) Safnið er á þrem hæðum dýr og grjót efst. Sjóminjar og eldssmiðja í mið og niðri var málverk eftir Tryggva Ólafssonar. Gaman að skoða safnið.
Rendum að Skuggahlíð og Kirkjubóli en ekki fólkið heima. Kvödum fólkið í Skorrastað, Thea sýndi okkur vinnustofuna sína, íbúðina fyrir ofan sem er legð út. Alli aðalsmiðurinn bak við það, aðeins eftir að setja loft lista. Jóna Þórðardóttir sýndi okkur hvað hún og hennar maður eru að gera upp gamla húsið Jónu og Júlla. Voru búinn að laga allar lagnir, golf og bað, allt málað og nýtt eldhús. Það var ekki allt klárt. Það verður gaman að koma til þeira næst þegar maður verður á ferðinni.
Tjölduðum á Egilsstöðum. Miðvikudag fórum við á Seyisfjörð, skoðum minnismerki sem var sett í fyrra um það að 100 ár eru liðin síðan símastrengurinn kom þar og tegdi okkur við útlönd. Skoðum byggðasafnið þar um síman og smiðju sem er þar. Við vorum þarna í hádeginu og mart lokað eins og bókabúðinn, handverksmarkaður og fl. Ekki get ég sagt að þetta sé snirtilegur bær, samt mart flot og fínt. Fórum næst á Borgafjörtð estri. Þar var bongó blíða, kígtum á Álfastein gaman að skoða en dírt að kaupa nokkuð.
Fimmtudag fórum við á Akureyri, héldum að við gætum verið kominn þar um hádegi, en vorum kominn rétt fyrir fjögur. Stopuðum hjá Goðafossi og kígtum á jólahúsið smá.
Saldís dreif okkur á leik sem Dalrós var að spila, hún skoraði síðasta markið og átti eina tilraun. Sigga, Erna og Freydís komu svo um átta, þá var borðað saman. Frændsyskinnin fóru í bolta við skólan. Doddi hrindi og fékk tjaldvagninum leigðan áfram.