17.08.2007 12:27

Heimsókn úr Borgarbyggð

Fengum góða heimskókn en það var Halldóra Harðardóttir, Þórsteinn Oddur Hjaltason, Inga Berta Bergsdóttir og Axel Örn Bergsson.

Halldóra er bekkjasystir mín úr Varmalandi og sveitungar úr Hraunhreppnum gamala sem nú er Borgarbyggð. Þanning að við höfum þekkst frá æsku. En þetta var í fyrsta sinn sem ég hitti Steina, en það er Þórsteinn kallaður. Inga orðinn 11 ára og Axel 6 ára að fara að byrja í skóla. En elsta systir þeira Sandra var heima hún fermdist í vor. Þórsteinn er frá Skógarströndinni. Það var hann sem talaði við Ásgeir fyrir tveim árum þegar verið var að smala, í talstöðvar sem eiga að draga í mesta lagi 3 km. En þessi vegaleng er mun lengir.     Þeirra aðal áhugarmál eru hestar, og búinn að fara ófáar hestaferðir í sumar. Enda var það skemmtilegasta í æsku að heimsækja Halldóru og fara á hestbak með þeim á Hrafnkelsstöðum.

Þau komu á þriðjudag sem var 14.ágúst, fengu hjónasælu með berjum og með íslenskuhveiti í. Gerði kvöldsnarl þegar Doddi kom.  Við Halldóra drukkum úr kaffibolum og reyndum að spá fyrir hvor annari (ekkert að segja frá hvernign það gekk).   Þau tjölduðu tjaldvagninum sem þau voru með í garðinum hjá okkur.  Miðvikudagsmorgun fegnu þeir sem vildu harfagraut. Þau fóru á Patró, Tálknafjörð í pottana þar. Á Látrabjarg og Rauðasand. Beið þeirra hryggur og sneiðr með ýmsu meðlæti eins og ný uppteknum karteflum. Krakkarnir fóru í pottinn. Skoðaðar myndir af gönguna frá Siglunesi til Melanesi og fl. myndir. Fimmtudagsmorgun fegnu þau nýbakaðar hveitikökur með íslensku hveiti til hálfs. Lögðu þau af stað frá okkur söd og sæl eftir dvöluna. (eða það er ég næsta viss um.)

Flettingar í dag: 20
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98544
Samtals gestir: 26495
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 05:55:31
nnn