20.08.2007 10:47
Síðasti kafli í ferðastöguni.
Föstudagur-Laugardagur 10,11.ágúst. Hrafnagil, Dalvík
Föstudagur farið á Hrafnagil á sýninguna þar. Freydís og strákarnir fóru í sund á meðan við skoðuðum. Það var gaman að sjá handverkið og þar sem fólk var að vinna það. Eftir sundið fanst frændsyskinunum gaman að skoða vélar og tæki sem voru þarna.
Strákarnir fengu að vera hjá Saldísi á meðan við fórum á Dalvík í fiskisúpu. Friðar og vináttu stund var við kirkjuna, kallakórinn , leikskólinn, Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar sungu. Biskubinn og Vigdís fyrverandi forseti fluti ræður, en Júlli stjórnaði og flutti góð orð.
Þegar Friðrik Ómar var að syngja var mynduð vináttukeðja og allir tókust í hendur og föðmuðust. Þetta var mögnuð stund og margir vöknuðu um augu. 5.þúsund friðarblöðrur var sleft, sem voru blár á lit með mynd af dúfu á. Þetta var tilfinningamikið að fyljast með blöðrunum fara upp og hlusta á lagið ?mamma? .
Hittum heimafólk sem er með fiskmiðlun Norðurlands Salka. Okkur var filt til Kötu sem er forstjóri hjá Sölku, þar var góða súpa. Menntamálaráðherra kom þá til að fá sér súpu, þegar hún sá Dodda sagði hún ?nú þú er alstaðar?.
Við Doddi gengum um og fengum okkur súpu á 5 stöðum, allar voru þær góðar. Gaman var að ganga um bæinn því húsinn voru skemmtilega skreit, með sjóurum, netum og ljósum.
Mæli með súpukvöldinu á Dalvík og þá séstaklega friðarstundinni áður.
Aðalaveislan á laugardag á Dalvík. Voru vísað í stæði við höfnina. Fengum leið og komið var á svæðið fiskihamborgar, þeir voru góðir alavega gátu strákarnir borðað þá. Ljótu Hálfitarnir voru þá að spila. Fengum nó að borða. Strákarnir fegnu að fara á hestbak. Nó um að vera á svæðinu og þó að það hafi kannski verið 40.þúsund þarna leið manni ekki eins og maur í þúfu.
Mæli með að allir prufi þetta alavega einu sinni að fara á Fiskidaginn mikla, best er að tjalda á staðunum, að keyra ekki á milli eins og við gerðum.
Á Akureyri en það tók tvo tíma því það var mikil umferð og biðum í nari í kl.tíma á bílastæðinu. Tókum tjaldið niður og komust á stað um átta. Tjölduðum í Hvammstanga. Til Selfoss skila tjaldvagninum. Borðum í Edden. Kominn heim um sjö á sunnudag 12.ágúst.