16.09.2007 10:33

Afmælisbarn

Doddi orðinn 42 ára, afmælisdagurinn var á föstudag.
Doddi fór þá með Sæmundi norður á Suðureyri að kíkja á þá þar í Klofningi.   En ég  klárað að taka upp karteflurnar í sandgarðinum á Múla.  Doddi hjálpaði mér svo að koma þeim fyrir í karteflukofanum sem er orðinn tæpur, maður vonar bara að hann hangi uppi yfir veturinn.   Sprettan á karteflunum var mjög mikil, hef ekki séð svona stórar rauðar eins og ég tók upp.

  Hélt afmælismat í gærkvöldi.  Vorum með grillað (skelt á gril svo í ofn) lamb. Spændi niður rófu og gulrætur úr garðinum, en þær voru bara þokkalegar. gerði karteflusalat og var líka með bakaðar karteflur. Oft hef ég gert of lítið af sósu, en núna gerði ég fullan stóran pott og það dugði og meir en það.
Svo var brúnterta og kaffi á eftir.
Jóna og Enok voru yfir helgina og lentu í afmælismatnum.

Doddi og Ásgeir fóru inn eftir að smala frá Þingmanná að Fossá.  Pílu fannst þetta fúlt að fá ekki að fara með, hún veit alltaf hvenær er verið að fara að smala, hún tengir það við fötinn og skóna.
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99014
Samtals gestir: 26603
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:36:35
nnn