20.09.2007 09:36
Smalamennskur.
Við fjölskyldan vorum að smala í gær ásamt báðum múlunum.
Maður er hálf aumur eftir fyrsta daginn.
Í gær var verið að smala Litluhlíðafjallið. Það gekk vel. Við Sveinn fórum inn fyrir hólana og komum svo í fyrirstöðu undir Dodda.
Gekk ég og Sveinn ásamt Jakobi E. Halldóri og Hlinni fjöruna heim Múla. Gafst þar upp hrúturinn Sómi og er mynd af honum þar sem Kobbi heldur honum. Smári og Óðinn biðu í fyrirstöðu í fjörunni á Múla. Það var gott að komast í kakó og brauð eftir þetta vorum kominn um kl fjögur.
Fegum við smá kvíld fyrir næsta törn. Fórum við fimm að hreinsuðum það sem var í grendinni við Miðhlíð inn, fyrir ofan túninn, innan túna og neðan veg. Eru við þá kominn með alla okkar hrúta inn á tún í Miðhlíð. En þurti tveir að fá far, eins og sést á myndum en það er Drekki sem Smári er með og hinn er Ýmir. Þegar þessu var lokið fór ég heim með stráka að gefa þeim kvöldmat sem varð fassbrauð með eggi.
Doddi fór á dréttavél með kassa aftaná til að flytja það sem við áttum ekki af fénu, en það var af báðum Múlunum. Þegar ég kom út í Miðhlíð aftur var Doddi búinn að setja á kassan, hélt ég svo áfram að taka úr ókunnugt. Þurti að fara 3 ferðir með kassan. Inn var 27 ær og 41 lamb.
Núna verður samalað alla daga og réttað á mánudag. Ómskoðað á þriðjudag og fara fyrstu fjárbílarnir á þrið og miðvikudag.