04.11.2007 12:57
Nóv
Já nú er kominn nóvember og mínir drengir farnir að telja niður í afmælið. Sögðu í morgun tvær vikur.
Ég er á fullu að vinna að viðskiptaáætlunni í Brautagengisnámskeiðinu sem ég er í ásamt fleirum konum. Núna á þriðudag eru fyrstu skil og kynning.
Þess vegna hef ég ekki verið að skrifa mikið hér.
Svo er maður að vinna í kjötinnu. Gerði 12 rúllupylsur á föstudag og þær eru komnar upp í reykingarkofan. Var að gera smá kæfu núna í morgun. Nú er lambahangikjötið reykt og nú er bara að koma því í verð.
Í gær tóku bræður sig til og bökuðu fyrir kaffið, Smári bakaði Djöflaaatertu og Sveinn Sjónvarpsköku, nú þá varð ég að gera líka og gerði gersnúða, afgangurinn af kerminu af Djöflatertuni fór á snúðana. Við mætum svo á Múla lögðum á borð og gengum svo frá. Allir sælir með það
Var að setja myndir inn af Sigga bróður. Var í Laxárholti föstudagskveld 26,okt. og þar var þrusu lið, náttúrlega ábúendur í Laxárholti Steini og Didda svo Nína systir og Loftur og Siggi, Áslaugu og Sigga litla. Þar var gæsaveisla á laugardagkveldi en á laugardag átti að kíkja á þess háttar fugla. En Sólveig systir, mamma og ég vorum á námskeiði (Brautagengi) á laug og sun í Reykholti.