30.12.2007 21:12
Gamlársdagur á morgun.
Gamlársdagur á morgun. Nýtt ár handan við hornið, það legst bara vel í mann enda þýðir ekkert annað, ekki stopar maður tíman. Í dag er búið að vera rigning og rokk, ekkert spendandi veður og rafmagnið farið af tvisvar stutt í einu.
Doddi var að selja flugelda fyrir björgunarsveitina hér eins og undanfarinn þó nokkur ár ásamt Kobba á Hamri, grunnar þá að það séu að koma 20 ár. Þeir bryjuðu í gærkvöldi og héldu núna í dag áfram og kláruðu fyrir kvöldið. Smári fékk að fara með í morgun og skiptu svo Sveinn þegar þeir voru komnir á holtin.
Legjumst svo á bæn um að það verði veður til að skjóta upp flugeldum á áramótunum.
Í gær urðum við að lúsast út í Miðhlíð að gefa vegna þess að það var svo mikil hálka, hafði Nisaninn í fjórhjóladrifinu til öryggis. Eins var það í dag en þó minna hér innar en útfrá.
Var að setja inn myndir af jólunum, jólatrésskemmtunninni og fl. Kíkið á það.