09.01.2008 12:00
Alvaran byrjuð aftur
Já jólinn búinn og maður þarf að koma jóladóttinu fyrir fram að næstu jólum. Ég þarf líka að finna stað fyrir nýja matarstelið mitt, ef ég finn ekki plás verður maður að spá í kaupum á skápi.
Skólinn byrjaður en við Guðný vorum tvær að kenna fyrstu tvo dagana því Torfi og Heiða voru ekki, þau voru fyrir sunnan í jarðaför á mánudeginum en komu svo með Baldri á þrið.
Fyrsti dagurinn fór að mestu í að taka niður jólamyndir úr gluggum og annað skraut í skólanum. Nokkrir nemendur eru með leiðinlegan hæsi og voru tveir heima á þrið vegna þess.
Tónlistanám í boði núna í skólanum. Það eru tvær systur sem sjá um það, þær voru mætar á mánudag, en þær verða hér í Birkimel á mán og mið. Sveinn er að læra á pianó og Smári á gítar. Nú eru þeirr báðir búnir með fista tíman og líkar vel. Sveinn getur æft sig á pinnóið í Eikarholti og Smári á gítarinn heima svo þeir hafi frið fyrir hvor oðrum, ég held að það sé gott.
Annars er maður svoldið syfjaður í mirkinu og rokinu.
Nú fer þorrablóst undirbúningurinn að byrja á fullt, erum ekki bryjuð, erum ekki búinn að fá bókina sem hefur allar upplýsingr um magn og annað sem skiptir máli, en fáum hana á helginni.
Endilega kvita