17.01.2008 15:10

Veikindi, skólinn og þorrinn

 Ég og strákarnir erum búinn að vera veik, þriðjudagsmorgun vöknuðum við öll veik (nema Doddi sem ekkert lætur á sig fá) Smári með beinverki og hita, Sveinn með höfuð - maga -verki. Ég með höfuðverk og hita. Öll með í háslinum. Láum meir og minna þrið og mið. Ég fór svo að kenna núna í dag en strákar enn heima. Var laus við hausverkinn.  Gott að klára þetta fyrir þorrann.

Vanntaði marga í skólan:Vantaði 7 nemendur og 2 kennara. Við Heiða vorum tvær, en það voru heimskóknir það var Óðinn með könnun fyrir 4-10.bekk og eftir hádegi kom Ásrún danskennari með sýnikennslu og mikið fjör hjá okkur við starfsmenn fengum að taka þátt í dansinum. Kenndir nokkra dansa og leiki. En það verður svo danskennsla hér í apríl í viku held ég. Það er spennandi. Heiða er núna með leikfimi en ég lagði ekki í það núna þegar maður er ný stigin úr veikindum, fer bara næst og tek þá þátt af krafti. En fyrsti tímin var á þriðjudagskvöldið.

Þorrablótið það á að vera 9.febrúar. fyrsti fundur var á mánudagskvöld og næsti á morgun. Læt vita meir um það. Miðapantanir eru hjá Dodda í síma:456-2080 eða í Gsm:8481062 . Miðaverð ekki komið eða hljómsveit.
Flettingar í dag: 783
Gestir í dag: 173
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99307
Samtals gestir: 26663
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 17:34:25
nnn