21.01.2008 10:50
Fallegt veður
Gærdagurinn var dásamlega fallegrur bjartur og kyrr. Var því miður ekki með myndavélina á mér í allan gærdag.
Doddi fór með Barða inneftir í Vatnsdal að ná kindum með þeim á Brjánslæk og Gísli var líka með í för. Þeir náðu 7 stk. þar sem Brjánslækjarbú og Seftjörn áttu.
Sveinn og Smári voru boðnir í afmæli kl 15 og fóru með Heiðu í það, En Ólafur Sölvi á Hamri hélt uppá 7 ára afmælið sitt.
Ég fór ein með hundana að gefa í Miðhlíð. Það var ekki amalegt að vinna í hlöðinni í svona veðri (en þeir sem ekki vita, skerum við rúllurnar úti og keirum heigið inn á hjólburur á jöturnar.) Ég þurti að skera rúlu sem er aldrei leiðinlegt því ég á svo góðan skera sem Valur bróðir smíðaði fyrir mig áður en hann fluti út. Skerinn er uglust með bestu gjöfum sem ég hef fengið. Var ég svo mæt í afmælið rétt eftir 4. Voru þá margir afmælisgestir úti að renna sér á þotum og mikið fjör. Eins og venjulega klikaði Guðný ekki á ostakökuni, er engin klaufi að gera góðar kökur.
Næst var að fara á Múla að horfa á leikinn, sem fór ílla, eða við unnum ekki.
Við Doddi eydum svo kvöldinu í að lesa brandara og horfa með öðruauganu á sjónvarpið.
Verð að segja ykkur um kisu hana Eldingu, þannig er að hún er að verða fullorðin, hún varð 1árs í nóv. í des. byrjar hún á að breima og aftur í 5.jan og núna á fullu. Ég vona að þetta líði hjá, hún fær engar heimskóknir frá fresum og allt frekar aumt. Ég hringi í dýralæknir í morgun, þá segir hún mér að hún verði að fá töflu því þær haldi áfram að breima þangað til þær verði kéttlingafullar. Hún fær reseft og verður að taka töflur daglega þangað til hún hættir að breima og svo vikulega.
Alltaf er maður að læra einhvað nýtt.
Ég ætlaði að setja inn myndir sem ég tók en tölvan vil ekki taka við þeim úr myndavélinni, reyni betur síðar.