27.01.2008 15:38
Óveður
Óveður á landinu, ófært landleið og Baldur aflýsti ferðinni í dag. Rafmagnið aðeins að fara og koma aftur. Þannig að þetta er hálf fúlt og leiðinlegt núna.
Uglust margir veðurteftir af þessum sökum eins og þeir sem komu á þorrablót á Patró og Tákn. Það eru svaka kviður eins og stór trukur sé að fara framhjá húsinu. Doddi fór ein úteftir til að gefa í Miðhlíð.
Í gær laugardagur 26.janúar
Þurti að moka bílinn út af hlaðinu því hann festist í snjónum sem var svo þungur og blautur. En það var náttúrulega enginn skofla svo Sveinn náði í hrífu en hún réð ekkert við sjóinn og brotnaði. Fann þá brotna skoflu og notaði hana til að pjaka undan bílnum, náttúrulega náði ég bílum frá. Fór á patró að sækja Smára sem varð eftir á föstudeginum, var einhvað slapur og vildi slaka á hjá Sólveigu. Ég þorði ekki að stopa lengi því það var skafrenginur á Kleifarheiðinni undir stóru begjunum vestanverðu meginn. Það var ágætt á heiðinni enda voru þar nokkrir að leika sér á sleðum og æfa hunda í leit. Stopuðm á Múla og fengum kaffi, strákarnir fóru með frændum sínum í fjárhúsinn og fengu að launum að stíra snjósleðanum hans Ásgeirs á eftir, sem þeir fíla í botn.
Gaman í gærkvöldi, vorum í matarboði á Brjánslæk, það var svo gaman að við vorum til þrjú að ræða ýmis mál og gamaladaga, hvernig sveitin var og allt fólkið sem hefur verið hér í gegnum tíðina og fl. og fl. Það þarf ekki að segja að maturinn var rosa góður og allt sem fildi með. Það var komið leiðindar skafreningur þegar heimsferð var farinn, og flughált.
Seti inn nokkrar sólarmyndir frá 20.jan.