07.04.2008 10:37
byrjun á apríl


Mikið hefur verið um að vera hjá okkur.
27-30.mars: Fórum í fermingu á Akureyri, en Sólveig Dalrós Þórólfsdóttir var að fermast(Þórólfur er bróðir Dodda). Við byrjuðum á að fara í Laxárholti að gista á fimmtudag. Náttúrulega fengum við góðar móttökur þar. Vorum lengi síðasta spottan því það var bilur á Öxnadalsheiðinni. Vorum kominn um níu á Akureyri á föstudag(á afmælisdaginn minn, ég er víst orðinn 35 ára). Vorum í verkalýðsíbúð eins og fl. fermingargestir. Ferminginn var í Glerárkirkju, flott kirkja, fermingarbörninn þurtu ekki mikið að gera bara fara með trúarjátninguna og segja já. Prestarnir sögðu ritningarorðinn fyrir börnin. Fermingarveislan var rosaleg það var svo mikiða af kökum og brauðréttum að ekki var görlegt að smakka á öllu sortum. Dalrós fékk mikið af góðum gjöfum og penning. en stæðsta gjöfinn var fartalva sem foreldrarnir gáfu. Heimferð gekk vel, tókum Baldur því það var ófær Klettháls. Komum við í Laxárdal hjá Jóa og Jónu, á heimleið, lentum við í sunnudagssteikinni þar. Þökkum við kærlega fyrir okkur.
2.apríl: Síðasta spilakvöldið í félagsvistinni, og endaði Doddi í öðru sætti yfir öll kvöldinn. Smára og Svenna gekk líka vel og voru ofarlega.
3.apríl:Sveinn tók þátt í upplestrakeppni grunnskólana sem var haldinn í kirkjunni í Tákafirði. Allir þátttakendur fengu góða bók. Ríki gullna drekans eftir Isavel Allende. Dómari tjáði okkur að þau hafi öll verið svo góð að erfit hafi verið að velja í vellaunasætti. Voru veitt tven aukaverlaun og fékk Vera Sól önnur þeira.
5:apríl: Ársháttíð fyrirtækjana var á laugardag. Var vel mætt af Barðaströnd á hana, Halli kerði í skólabílnum og í honum voru 12. Pólverjarnir 3 fóru á sínum bíl. Maturinn var frá Hópinu og var lambið mjög gott ásamt fl.Veislustjórinn Bjarni töframaður var mjög góður, hefði verið nó að hafa hann og engin skemmtiatriði frá stöðunum. Við vorum með lítið atriði eftir matinn. Var það eiginmennirnir þrír, við Fanney og Heiða lékum það. en við vorum með þetta á þorrablótinu. Í lokinn voru svo allir saman að synja breita útgáfu á "fullkomið líf" evrovíson lagið. Hljómsveitinn Buffið var meiriháttar, alltaf stuð allan tíman.
Það var bara hittin að drepa mann inni í salnum.
Í gær komu fjárbændur og sveitamenn frá Reykholasveitinni í heimsókn hér, (líst vel hjá Ásgeiri) það var gaman og allir ánægðir. Verður tilhlökun að hitta þá sem verða á sögu, og eins að heimsækja þá.


Framundan að undirbúa sig í að fara suður á ladda og ársháttíð fjárbænda.
Reyni að setja inn myndir af viðburðum sem búnir eru.
Skrifað af silja
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28