14.04.2008 10:41

síðasta helgi

 Sóla og bíða. Gott að vera kominn heima eftir góða helgi í bænum.
Laddi var náttúrulega skemmtilegur, hlegið, klapað og dila sér í sætinu. Við Doddi voru á 9 bekk, Gísli og Nanna á 11. Bræðurinnir á 12. Í augnlínu. 

föstudagsmorgun fór ég til tannsa Theódórs, svosem ekkert merkilegt með það nema að næst aftatasti jaxlin niðri hægrameginn var með ónýta rótarfyllingu sem var farið að grafa undan og þurti að taka greigið allveg. (ekki spennandi fyrir kvöldið) þetta mátti ekki bíða og var því greigið tekinn. Ég hamaðist við að slaka á og eftrir smá stund var greigið farinn úr í tvennu lagi. . Blóðug, bolgin og dofinn fór ég frá tannsa með það uppá vasan að þurfa koma aftur og aftur og borga heling. Að Doddi minn mundi þurfa að gefa mér nýja tönn í jólagjöf á þessu ári. 
Fórum í tvær búðir ég með grisju í munni og ekki beint upplögð í þessháttar.  Lagðist svo fyrir á hotelinu fyrir skemmtunina.

Doddi setti jakkafötin í hreynsun um morguninn og áttu þau að koma í síðastalagi kl 18. En þegar Doddi fór um 7 uppá herbergi að gá hvort þau voru kominn var svo ekki. Svo hann þurti að vera í sömu buxunum og á ladda og skirtu en hafði engan jakka.  Jakkafötinn bíða síðar hreyn og fín.
Ásháttíðinn var stór góð, semmtilegt fólk, góð atriði, velheppnaður veislustjóri. Maturinn hann var góður, villisveppasúpan himnesk, lambið var gott en ég hefði kosið minni roða.Eftirrétturinn var frískandi.  Hljómsveitin Skóarpúkarnir sem voru að spila hér á þorrablótinu voru en voru nú 5 að spila, voru með mikið stuð og dansað mikið.

Nottuðum laugardaginn aðalega í að slaka á og kíktum í heimsóknir.

Sunnudagsmorgun var okkur litið út um gluggan og var þá allt hvít. en þegar við lögðum af stað úr bænum hafði ekkert snjóað annarstaðar. Fengu frábæra veðurblíðu heim.

Smári greigið er lasinn og búinn að vera það síðan á föstudag, með kvef, hita og beinverki.  annars var gott að koma heim.  Píla og Kátur voru allavega mjög glöð að komast með okkur út í Miðhlíð.  En Strákarnir höfðu sinnt öllum dýrunum með miklum dugnaði. Og þakka ég þeim sem hjálpuðu þeim til þess vel fyrir.

Flettingar í dag: 369
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98893
Samtals gestir: 26582
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:53:48
nnn