17.04.2008 13:55

Nýjar myndir

Var að skella inn myndum í nokkrum albúnum. Kíkið á það.
  
Skrifa meir síðar í dag. Um ána og lambið sem við sótum í dag. Komnar myndir af þeim mæðgum, þær heita Tákan og Lilla.

Ásgeir er nú búinn að segja vel frá þeim. Kíkið á það (Innri Múli).

Fyrsta lambið á Barðaströnd fætt úti af 4vetra útigegri á.

Ærin fædd 10.mars 2004 og hefur ekki náðst inn. Fyrsta veturinn var hún ásamt móður og systir á Patró. Sást til þeira. Móðirinn náðist í mars 2005. systirin náðist 6.maí á Patró, en þessi slapp en sást öðru hverju fyrir ofan patró fram í júní en hvarf þá.

Mæðgunar náðuust á Lambeyrum við Táknafjörð núna 15.apríl eftir að hafa verið séð til þeira frá sjó.  Lilla á Fossi handsamaði þær með smalatík sinni.

Fórum við að sækja hana á miðvikudag. Sveinn sat með lambið sem fékk nafngiftina Lilla á leiðinni heim. Þökkum við Lillu á Fossi fyrir góðar móttökur.
Tókum við af henni tvö reifi í gær.



Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98956
Samtals gestir: 26594
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:15:17
nnn