29.04.2008 22:34
Kátur


Strákarnir fóru eftir skóla inn að Brjánslæk, og fórum við eftir verkinn í Miðhlíð að ná í þá. Var þá Jói að koma heim á vörubílnum með ýmerslegt á pallinum og vagn með fl. Fengum okkur kaffitár, kom þá unga daman á heimilinu hlaupandi inn að segja okkur að það væri borið úti. Það ætti eftir að gefa þeim töfluna. Farið var í að ná þessu inn og voru þetta tvær gimbrar sem komnar voru.
Fyrsta samræmdaprófið var í dag. En það var íslenska, skildist mér að það hafi verið þungt próf. En í 10.bekk eru tvær dömur þær Svanhildur í Rauðsdal og Hafdís í Hvammi. Á morugun er enskupróf.
Þetta er nú meira með oljuna, hún bara hækar og hækar, kominn í 170 kr díselin á Múla í dag. Þetta er nú bara klikunn, og talað um að hún eigi bara eftir að hæka meir.
Ég fór í fyrsta gítartíman minn í síðustu viku og voru það átök að innbyrða allt sem kennarinn lagði inn hjá mér. En núna hef ég verið að æfa mig og Smári hjálpað mér mikið við það. Núna á morgun er tími nr.2. og er ég bæði spent og kvíðinn. En það er ótrúlegt hvað ég er búinn að læra mikið og fæ skilning á því sem Smári var að læra. Datt í hug að við gætum stofnað hljómsveitina USS. Sveinn hefur verið að læra á píanó og vill bæta við sig á næsta skólaári hljóðfæri. Það kemur í ljós hvað verður.
Skrifað af silja
Flettingar í dag: 369
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98893
Samtals gestir: 26582
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:53:48