08.05.2008 11:26
sauðburður byrjaður
6.maí báru þrjár hjá okkur. Fyrst var tvævetla sem var að bera í firsta skipti, hún greigið var haffæringur og fékk ekki sem gemlingur. Hún bar stóri gimbur. Smári á lambaprensesuna.
Ein ær bar úti gimbur og hrútur. Gemlingur sem er dóttir Speglu (sem er mjög sérstök kind.) og kom hún með flekkótan hrút. Alltaf gaman að fá liti.
Smá kinda saga.
Þegar við flytjum féð út í Miðhlíð voru í hópnum systur önnur svört og hinn flekkót og hétu þær Surtla og Áma. Surtla var mjög gæf og talaði við alla sem komu í húsinn, en Áma vildi bara tala við börn, (ekki mig eða Dodda.) Þær vildu alltaf vera saman og þá í áhveðnum garða. En yfir fengitíman voru þær færðar og ekki saman. Fóru þá þær systur í fýlu og vildi ekki tala við okkur, og eftir að við færðum þær saman aftur í réttan garða leið mánuður áður en þær fór að tala við okkur. Þessar systur urðu of þrílemdar og gimrar undan þeim aldar oftast.
Síðasta vorið Surtulu var hún þrílemb og var það svartur hrútur, svört gimbur og flekkót gimbur eins og hún væri með kápu á sér. Þetta vor komu fl. spess lömb sem sérstaklega beðið fyrir á hverju kvöldi það sumarið. Öll þessi lömb komu að hausti. Og gimbrarnar hennar Surtlu aldar og eru það Surtla og Spegla, þær vilja vera seman en ekki eins vandlátar á hvaða garða þær eru í eins og Surtla og Áma voru.
Þær systur ganga saman í kringum Kleifarheiðina og sér maður þær þegar maður fer vestur.
Það getur verið gaman að eiga sérvitrar ær.
Skrifað af silja
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28