14.05.2008 00:07

Langur dagur liðinn

Ég var með vagtina á síðustu nótt, vakanði á klukkutíma fresti til að gá en það bar enginn frá kl 23-07 þegar ég var.  En það þarf að passa uppá þessar elskur.

Ég fór í skólan, kenna yngri strax um morguninn en það er upplýsingatækni (tölvur) þau eru búinn að vera mjög dugleg hjá mér í vetur hjá mér í þessu, (kára tvær bækur).
Yngri voru að byrja á sundi en það er kennt fyrir vestan á Patró og koma nemendur líka frá Bíldudal.  Vegna þess var matartíminn aðeins fyrr, en vanalega er hann 12:10 en núna 11:35.  Svo fá þau nesti líka, enda allir svangir þegar búið er að synda.

Strax eftir skóla fórum við strákarnir út í Miðhlíð, Smári með pabba sínum að dreifa skít. En við Sveinn vorum á vaktinni, en erfitt var að vera mikð í húsunum vegna hitta. (loftið verður þungt vegna loftleysis). Þá fór að bera.  Doddi kalaði Höddu til hjálpar því Jóaflekka var að bera, en það hefur þurt að hjálpa henni, hún fær nefnilega ekki hríðir. En það náðist úr henni lifandi gimbur og dauður hrútur, en hann hefur líklegast dáið fyrir ca. tveim dögum.  Eftir að hafa gefið rauk ég heim að elda mat. En þá var ein að bera og beið Doddi hjá henni. Dodda seinkaði svo ég dreif mig að borða til að geta leyst hann af. Það passaði þegar ég var klár að fara kom Doddi. Á úteftirleið kom ég við á Múla og þar var verið að bera á fullu og verið að stígja á fullu. Þegar ég kom úteftir var þessi sem var að bera kominn með eitt og annað bara með haus og aðra löpina.
Önnur ær kominn til að karra fyrra lambið. 
Gemlingur bar hjá mér sem er undan Surtlu(sem ég var að segja frá). En þær eru tvær systur og eru mjög spes eins og fl.

 Uglust er best fyrir mig að gara að sofan núna, notta rúmið þegar ég hef það útaf fyrir mig. (Doddi er útfrá í nótt). Ef ég hef tíma set ég fl. myndir inn á morgun.







Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98956
Samtals gestir: 26594
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:15:17
nnn