15.05.2008 13:23
Burður að komast á fullt.
Var að setja inn nýtt albúm af lömbum og gestum í Miðhíð.
Ég var á nætturvakt og báru nokkrar hjá mér. Spegla bar, eða réttara ég hjálpaði henni, hún var byrjuð fyrir kaffi, en það kom ekkert frá henni. Ég var rétt hjá henni þegar ég heyrði belginn springa, var viss um að það væri ekki í lagi hjá henni, og það stóð heima, náði fyrst dauðu lambi sem hefur drepist ca. fyrir viku. Næst kom stórt lamb og var ég í smá tíma að ná því og var það bara með aðra fram löpina. En það náðist að blása lífi í það. Það kom kom svo meira frá henni, hún hefur verið þrílemb, eins og vanalega.
Til að bæta frjósemi og lambafjölda kom þrílemba með öll lifandi. Var með tvær gimbrar og einn hrút.
Sem sagt á næturvaktinni báru tvær einlembur (tvævetlur) þrjár tvílembar (ein með annað daut.) og tvær þrílemur en ég tel Speiglu þó hún sé með eitt.
Setum út á tún í gær og nýtt út í rétt. Þurfti inneftir á læk að sækja lif og Smára, sá á leiðinni að það var komið út lambfé.
Var voða glöð eftir síðasta gítartíman, hún var svo ánægð með mig hvað ég væri búinn að læra mikð og dugleg. En á mánudag er smá próf og á miðvikudagskvöld eru loka tónleikar. Ég ættla að spila smá lag. (vona allavega að það veriði ekki mál að komast frá í það.) Hef hugsað mér að halda áfram að læra næsta vetur á gítarinn, mig langar líka að komast í kór.
Í lok smá blóm fyrir þær mömmur sem ekki fengu blóm á mæðradaginn

Ykkur finnst kannski ekkert gaman að lesa um þetta kindatal? ´ÞIð sem lesið þetta hjá mér.?
Skrifað af silja
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28