16.05.2008 20:54

Og það varð lamb.

Dagurinn hjá mér, byrjaði á að Doddi kom uppí til mín kl 1/2 5, þá ekkert nema einn gemsi búinn að bera hjá honum, sem vildi ekki. hálf sex vakti hann mig og fór ég þá, þorði ekki að taka mér mikin tíma ef einhver væri byrjuð, en tók banana með, þá var ekkert að gerast annað en að lambið undan vonda gemsanum var strokið í næstu stígju.

Fékk mér smá lúrr áður en ég fór að gefa. Þegar ég var búinn að því fór ég að vatna, voru nokkrar mjög þyrstar.  Erum með úti í réttinni lambfé og búinn að sleppa á túnið, um nóttina hafði þær komið að sem voru á túnninu og lömb frá þeim farið inn í réttina, svo var allt í rugli, þá kom sér vel hjá Dodda að hafa spregjað með lit, (erum með rautt og blátt) Svo lokaði hann svo lömbinn gætu ekki farið á milli.

Ég fór svo yfir lambféð sprautaði þau lömb sem voru mergt (með selem,sem er vítamín) og þeim sem þurftu aftur töflu (við skítu). En ég þurfti að skeina hrútt sem Sveinn á sem fékk mikla skítu.  Doddi og Sveinn eru að verða búnir að merkja 70 lömb og helingur bæst við í gær og dag.

Þegar þessi yfirferð var lokið hjá mér og að verða hádegi, ég með von að komast heim í mat, en nei takk þá byrjaði að bera, og önnur og önnur, þá var að nálgast kaffi og ég var að gera mér grillur að komast heim í kaffi, nei þá bættist við ein að bera.  Komst ekki heim fyrr en að verða hálf sex,  það sem vildi mér til góðs var að ég átti hálft epli í bílnum og pokka í húsunum með djúsi og snúðum. En Doddi og strákarnir komu til mín í húsin um fimmleitið og þá þurfti að láta úr réttinni og setja nýjar út í staðinn. 

Nú er ég aðeins búinn að slaka á og elda mat. Hafði bjúgur og nó til að setja í sósu á morgun. EN áður en ég borðaði þurfti ég að borða hádegismatinn og kaffið!!!  (eða þarning) Núna er ég að fara á nætturvaktina. 







Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn