17.05.2008 23:23

Dagur að kvöldi kominn

Ég var síðustu næturvakt og báru nokkrar hjá mér, sú sem byrjaði fyrst var síðust, og þurti hjálp. En það var fyrst bara annar framfóturinn, ég sótti hinn, lét hana svo bíða. En milli kl. 3 og 4 sprautaði ég hanna með kalki og burðarslími með lambinu, því hún var orðinn svo þurr.
 
Eftir klukkutíma fór ég að toga, en þá var allt slapara og auðveldara, þurfti þó að spirna með öðrum fæti í hana á meðan ég togaði lambið út, þetta var líka stærðar hrútur. En þetta er ær frá afa Dodda (og eru þá tvær bornar hjá honum). 

 Þá var önnur og allt í lagi með hana.  Gemsi bar líka og var með lítið sem betur fer því það var bara haus og önnur löpinn og náðist það með smá lægni.  Hún tók það strax og dugleg.  Það hefur gengið ágætlega með að láta gemlingana taka lömbinn, stundum eru þær svoddan bjánar að vilja ekki lömbinn, en sem komið er hefur það aðeins verið ein sem var lengi að taka því.

Það hefur verið svolítið um það að annað lambið hefur verið dáið fyrir viku eða stitra, eru kominn yfir 10 lömb þannig, eins að það er meltingur með, og þá ær einlembdar með melting.  Doddi talaði við dýralæknir og taldi hann að þetta gæti verið eitrun í heyginu.  En það eru komnar tvær þrílembur sem eru með sín þrjú.

Þær systur eru bornar báðar Speigla og Surtla. Spegla var með eitt lifandi, annað ekki löngu dautt og melting. Surtla er með tvö lifandi og var með melting. 

Við eigum ekki margar hirndar en þær eru tvær.

 Þessi er eldri og mjög frek, hún tekur plás á jötunni eins og þrjár eða fjórar.
  Þess á ég og er hún ekki frek og notar ekki horninn eins og hinn.
Þær eru báðar óbornar. (ég mundi ekki sakna þess að hafa enga hirnda í stofninum). Þetta er Bílda sem Sveinn valdi sér. En hann er ekki heppinn með sinn stofn og er svo duglegur að hann fékk að velja sér. Sveinn fékk auka mark til að notta á tvílembinga, en það er sneitt framan hægra, stíft biti aftan vinstra.

Nú er líklegast best að fara að sofa, langur dagur á morgun. Nó að marka og merkja. erum búinn að merkja yfir 80 lömb. Eru um 40 óbornar. Það sér fyrir endan á þessu.
Áburðurinn kominn.
Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99014
Samtals gestir: 26603
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:36:35
nnn