02.06.2008 15:27

Sjómannahelginn föst. og laugardagur

Fótboltinn á föstudag gekk ágætlega, en við unnum ekki leik enda vorum við að keppa við bestu liðinn.  Hefðum viljað keppa við stelpuliðið um tapsætið. 
Þetta var bara gaman.  Það væri auglust hægt að plata mig aftur í þetta.


Laugardagurinn var flottur.  Mættum um kl 11 upp á Sigtún þar sem var boðið upp á morgunhressingu, en það var þrjár gerðir af súpum og margar gerðir af brauðmeti eins og bollum, hveitikökum og kleinum. Svo var pottur af rabbabarasafti, mjög gott.

Þessar veitingar voru í stóru tjaldi í bílastæði hjá Skyldi.  Í tjaldinu var stór hitari og kom mikil hiti frá honum. Á meðan við fegnum okkur kom skúr.  Það var vel mætt og fólk mjög ánægt með þetta framtak. Meininginn er svo að þetta færist á næstu götu að ári.  Ég upplifði svona stemingu sem ég fann á Dalvík á fiskideginnum mikla þegar súpukvöldið er, gestristni og vináttu. Akurat sem er aldrei nó af.

Strákarnir fóru með ömmu sinni í göngu um bæinn og frædust um hann. Voru mjög ánægðir með það.

 Um 12 var kleinur og kúamjólk frá Haga á Friðþjófstorgi, og á samatíma voru Viðar og Matti að spila ásamt fl. í skúrnum við hliðina á Apótekinu.  Fólki fannst gott að fá svona hreina mjólk og þá sérstakalega fullorna fólkinu. Sólveig mætti með einn hvolpinn og urðu margir að fá að klappa, enda eru þeir svo ómótstæðilega mikil krútt.

Um 13 var fyrirlestur í Sjóræningjahúsinu, um sjómenn hjátúr þeirra.   Það var mjög frólegt en vann hún þetta af viðtölum við sjómenn í Vestmannaeyjum. Vildi heyra fl.  Sögur eins og að ef veidist vel í fyrsta róðri í nýjum buxum voru þær ekki þvegnar, og eftir nokkur ár voru þær farnar að standa sjálfar, og eitt sinn fóru þær heim og konan þvoði þær, þá hætti viðkomandi á sjó. Því þá var búið að þvo úr veiðiheppnina.

Strákarnir höfðu farið kvöldið áður á og fannst gaman.

kl 14 var markaður í fiskmarkaðnum og boðið uppá kjötsúpu (það voru tveir stórir suðupottar fullir.)  Við versluðum kleinur og punga, mjög gott.  Fengum áritaðan disk hjá Lilju með sjómannadagslaginu, sem er áheyrilegt. Hægt var að kaupa ýmsar vörur þarna. Smári keypti húfu með deri með sjómannadagsmerkinu á.
 Keppt var í þremum kraftakeppna greinum á höfinni.

Kl 16 var dorgveiðikeppni. Strákarnir vildu ekki keppan núna, fóru í sjopuna að borða pylsu. (ekki við Doddi enda söd eftir súpurnar)

Kl 17 var svo siglinginn. Þetta er góð breyting að hafa hana á laugardeginum í staðina fyrir sunnudagsmorgun. enda var óhemju fjöldi sem kom með. Var farið inn fjörð og gott útsýni yfir þorpið. Við fórum í Núpinn.
 Beið manni grill eftir siglinguna en á því var pylsur og hvalur. Ég lagði ekki í hvalinn enda var hann blóðugur, Doddi gat ekki einu sinni klárað sinn bita.
Nokkrir grunnskólakrakkar voru með atriði en það var áslátur á líkama og tunum. Þetta var æðislegt.   Hafstraumar voru svo með tónleika. En mér var orðið svo kalt að við fórum heim. En þegar ég var búinn að koma hita í kroppinn fórum við á ball með Sólon. Við skemmtum okkur vel og var 420 sem borguð sig inn og ég held að það hafi bæst töluvert í viðbótt. Í restina var tónleikasteminng, golfið þakkið af fólki.  Þær voru bara þrjár að afgreiða og var mikil biðröð á barinn, en aðal tavirnar voru posavélarnar, en það var eingin æsingur heldur var fólk bara að tala saman á meðan.  Ég lagði ekki einu sinni í að fá mér vatn á barnum.  Í raun er laugardagsballið aðalballið því þá er allt fólkið, það fara svo margir heim á sunnudag.
Við gistum hjá mömmu.


 

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn