10.06.2008 22:05

Breit útlit

Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir var ég að skipta um grunnmynd og hausmynd. Í grunnmyndinni er Gofa sem bar síðast og varð náttúrulega gofóta lambið að verða hrútur en hvíta gimbur.   Sveinn sá þetta strax í fjarska.  Ég vonaði náttúrulega eftir að það væri öfugt.

Í dag kláraði ég að þrífa í skólanum og er voða ánægð með það.  Tók náttúrulega allt í geng í hólf og gólf.  Allt glampandi hreynt.

Næst á dagskrá að gera Eikarholtið glampandi hreynt.

Sveinn er að byrja í unglingavinnu núna á fimmtudag og verður í viku.  Á svo kost á að vinna á Patró, er að spá að hann gæti farið á mánudagmorni og kæmi svo heim á fimmtudag með Helga Páli, en veit ekki hvort það lukkast.

Sparkvallamót í fótbolta verðu held ég á fimmtudaginn, en það var auglýst á morgun. Það er á Tálknafirði.

Var að setja myndaalbúm með myndum af matarveislunni á Innri-Múla sem var síðasta laugardag. 

Ekki vera feiminn að skifa í gestó og hér fyrir neðan.

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn