20.06.2008 07:34

17.júní og fl.

Nú blogga ég.
12.júní var fyrsti dagurinn hjá Svenna í vinnuskóla hér á Barðaströnd. Er verið að vinna í kringum skólann.

En varð að taka hann fyrr til að koma á Patró. En Smári var að fara til læknis og fl. En kl: 18 byrjaði sparkvellaleikur á Tálknafirði. Það var gaman en það kónaði ansi mikið og áhorfendur voru orðnir lopnir. En Sveinn skemmti sér að spila og það var aðalatriðið. En krökunum  var blandað í liðum.  Mamma var búinn að tala um hvað pitsurnar væru góðar í Hópinu svo við skeltum okkur þanngað og mamma kom. (að vísu bilaði bílinn og ég varð að sækja hana við aflegjaran). Komum seint og þreit heim.

 13.júní. Fundur kl:16 í Flókalundi sem sláturfélagið á Hvammstanga og Sauðarkróki heldu. Vilja fá fleiri í viðskipti og helst innleiða Blöndós, sagði okkur frá nýjum spennandi markaði í Rússlandi, þeir vilja kaupa gærunar aðalega vegna ullarinnar, þeir eru að senda hrossahjöt og fl. Í lokinn var svo gott kaffi og allir fengu húfur.

 13-15.júní helgina var ég að mjólka á Vaðli, en þar eru 11 mjólkandi kýr, þær eru mjög góðar og stiltar við mann.  Á laugardagskvölmjöltunum fór ég hjólandi og Smári með mér. Enda mjög gott veður.  Ég þurfti ekki að gefa eða sinna hundinum henni Perlu, það voru aðrir í því.

16.júní. fórum við Smári á Patró, gerðum helling, hann til læknis að taka blóð. Matur hjá Sólveigu, sund og að síðustu fórum við í heimskókn til Kiddýar á sjúkrahúsinu. Þegar við komun heim var enn fundur um þjóðlendur. Doddi bað mig að fara að sækja pólverjana úr vinnunni. Það var kvast og tók aðeins í bílinn og við fildumst með stormsveipunum í fjörunni fyrir neðan Hvamm. Þegar ég kem heim fer ég með póst inn að Krossi, en þegar ég ætla úr bílnum kemur Árni bakandi og á bílin minn. Þetta var ekki harður skelur en það kom dæld á aftur brettið.  Þau hjón voru að drífa sig á Baldur og hvorki heyrðu eða sáu mig. Fór að Vaðli að færa Hákoni hveitikökur úr mjólk frá honum.  En það er mun betra að baka þær úr ógerilssneitri mjólk, þær verða léttari og betri að öllu leiti. Það var mjög kvast og hafði tengdapabbi áhyggjur af kartöflunum í sandgarðinum að það væri fokið af þeim. Þegar við ætluðm að fara úteftir að gá að garðinum var Gísli og Pálmi við björgunarsveitahús, en þá var útkall frá Baldri, en honum gekk illa að leggja að og flutningarbílarnir hentust til. Doddi og strákarnir með í það og ég fór ein út á Múla, sagði Barða frá útkallinu. Ég fór að gá og voru svona  um 20 kartöflur sem sáust uppúr sandinum ég seti yfir þær og kom mér uppeftir.  Fór í Birkimel var að undirbúa kaffið og vorum við ekki lengi að því.

 

17.júní. Í minn hlut var að gera brauðtertu með rækjum. Kláraði það og fór með þær í kælirinn í Birkimel. Tíndi Lúpínu í vasa á borðinn. Doddi flagaði. Að vanda var kaffið gott hjá okkur konum í Neista. Ungmennafélagið var búið að skipulegja leiki sem tókst vel. Ég prufaði að spila fótbolta með glös á augunum með gati og var þetta mikil þrekraun að hitta boltan.  Reypitog var milli 30 ára og yngri, tókum við eldri þær yngri í nefið.  En lúðuhlaupið var erfiðra þegar var farið að tefja fyrir. EN þetta var allt til gamans gert. 

 

Framundan er unglingamótið á Bíldudal á laugardaginn.

Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99014
Samtals gestir: 26603
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:36:35
nnn