29.06.2008 19:28
Síðasta vika.
Fór ég suður með Sólveigu systir. Hún var á bílnum hennar Stínu (hann eyðir svo litlu) , með okkur var Brúnó (brúni hvolpurinn) hann var að fara í Borgarnes en þar tók dóttir eiganda Brúnós sem er í Skagafirði. Við vorum í hundafarrími í Baldri, passaði ég hann svo þegar Sólveig seti bensín á bílinn í hólminum, leyfa honum að pissa. Stopuðum við Lyngbrekku hittum Steina og Diddu, þeim fannst náttúrulega hann Brúnó algert æði.
Gisti ég með Sólveigu hjá Maríu (teigndadóttir Sólveigu) Páll var á sjó. En þau búa í Kópavogi á jarðhæð. Þau eru búinn að koma sér vel fyrir, kominn þessi fínni pallur. Grilaði María fyrir okkur kjúla og sætar kartöflur, mjög gott.
Eftir glæstar þeyttumst við víða um höfuðborgina áður en að aðalerindinu var komið en það var að fara í jarðaför Ástu frænku (systir pabba)
Gagnasafn | þri. 24.6.2008 | Minningargreinar | 510 orð
Ásta Sóley Lárusdóttir

Ásta Sóley Lárusdóttir fæddist á Framnesvegi í Reykjavík 5. nóvember 1927. Hún lézt á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Jóhannsdóttur, f. 8. nóvember 1888, d. 20.
Þetta var nú með léttustu jarðaförum sem ég hef farið í, sálmar voru sungnir líflega. En var það tengdasonur hennar sem jarðsetti Guðmundur Örn. Mér er minnistæðast við Ástu er að hún vann í nóa síríus og sendi nammi á páskum og jólum. Síðan var kaffi á sjónvarpstöðuni OMEKU, vorum við Sólveig smá tíma að finna hana.
Við Sólveig skeltum okkur í bíó á Indjana Jones IV kl: 20 og var hún mjög góð. Mæli með henni.
Náðum ekki á bónus svo við gistum aftur í bænum. Komum við í Laxárholti á heimleið. fórum svo í seinni ferð í Baldur á miðvikudeginum. Var verið að heyja á Múla. Steinni og Didda eru búinn að heyja fyrri slátt og kominn með nóg hey.
Doddi er að fara að komast í sumarfrí, og er nóg sem við ætlum að gera, t.d. mála húsið okkar, vinna í garðinum og fl. Það á líka eftir að heyja allt.
Framundan héraðsmótt hhf á Bíldudal 4-6.júlí.