15.07.2008 19:57
Nó að gera eins og vanalega.
Systur mínar farnar heim í Þýskaland. Nokk ánægðar með dvölina.
Eftir héraðsmóttið sendi ég Sveinn í frjálsíþróttaskóla í Borgarnes 7-11. Var hann 4 tíma á dag í frjálsum, lærð hann t.d. grindarhlaup. Þau fengu að fara í sund á hverjum degi í kl.tíma. Svo kvöldvökur og fl. Sveinn var mjög ánægður.
Komum 5 syskinni saman í Laxárholti.Smári fór svo að taka á móti bróður sínum á fimmtudag í Laxárholt. Ég fór ekki fyrir en á föstudag seinni ferðina með Baldur, þegar ég kom var Smári búinn að tjalda. En í Laxárholti var syskina helgi og komu Nína systir með Loft (maður hennar) Bjöggi og Mangó (sonur Nínu og kærasta hans sem heitir Margrét). Siggi bróðir og Áslaug (kona hans) Siggi Logi (sonur þeira) Brynja (dóttir sigga) með börnin sín Emmu (bráðurm 5 ára) og Hafn (á 3 ári). Sólveig systir með Stínu svo kom Svanur á laugardeginum.
það ringdi og var ákveðið af fara í Landnámssetrið í Borgarnesi, við vorum svo mörg að við fengum hópafslátt það kostaði 1000 á báðar sýningarnar á afslætinum. Ég mæli með þessum sýningum.
Var farið að undirbúa matinn, en allir komu með á grill og var það bæði lamb og kjúlli. Ekki vantaði svo meðlætið. Maturinn var svo mikil að við hefðum mátt vera helmiki fleiri án þess að geta klárað. Áttum við svo gott kvöld. En við lögðum ekki í að sofa aftur í tjaldinu og fórum inn með dýnurnar. Fórum við svo heimleiðis í hádeginu á sunnudeginum. Vorum kominn svo snemma í hólminn að ég komst í sund með strákunum áður en ég fór með baldri.
Mánudagur 14.júlí Tvíburaafmæli. Hafsteinn og Linda áttu 5 ára afmæli. Náttúrulega mikil veisla. Farið var í skemmtilega leiki.
Þriðjudagur: við fjölskyldan fórum öll í vinnuna Gellur og Kinnar. Nóg eftir að pakka þurrum hausum og beinum. Ég tók þó skorpu í að þrífa kaffistofuna. Verður nóg að gera í nokkra daga.