10.08.2008 22:41

langt síðan síðast.

18.júlí var kökusala hjá kvennfélaginnu, gekk það bara vel eins og vanalega, því miður gat ég lítið hjálpað til við það en bakaði þó tertu og brauð.

Það átti að vera Vestfjarðamót dagan 19-20. júlí en það varð ekki og frestast til næsta árs. En það er lítið verið í frjálsum á norður svæðinu.

Við fjölskyldan fórum á Unglingamótið í Þorlákshöfn á verslunarmannahelginni og var það mjög gott, nó  um að vera og gott veður, smá rigning á laugardagskvöldið.  Strákunum gekk ágættlega Sveinn var í 14 sæti í 800m. En hann keppti líka í langstöki og skák, (slepti hástökinu fyrir skákina, en gat aðeins keppt þrjár skákir þá var 800m hlaupið).  Smári keppti í kúlu og spjóti. En það voru margir strákar á hans aldri. 
Við erum strax farinn að spá í næsta móti en að verður í Grunndafirði, skrákarnir eru að spá að hjóla, en það er ekki nema um 30 km frá holminum í fjörðinn. En ef veðrið verður leiðilegt (sem ekki er líklegt) er bara betra að sitta í bíl með mömmu og pabba.

Nú er maður að hamast við að tína berin en það er hver að vera síðastu til þess, þau eru að skrælna, eins að koma rababara í fristir fyrir sultugerðinna. Ég er núna búinn að tína tæpa 15 lítra af aðalbláberjum. stefni á að ná 10 lítrum á morgun og helst meira. Ég frysti berinn í sykurvatni og sulta.

Skólinn fer að byrja, en ég byrja á föstudag 15.ágúst á að fara á námskeið allan daginn, en skólasetning er mánudag 25.ágúst.

Reyni svo að setja inn nýjar myndir við tækifæri.
Flettingar í dag: 369
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98893
Samtals gestir: 26582
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:53:48
nnn