18.08.2008 00:32

Smári á Mýrunum

   Unnsteinn Smári er núna á Mýrunum, hjá Steina og Diddu í Laxárholti. En hann fór á föstudaginn og fylgdi afa sínum sem var að fara suður í 90 ára afmæli Ólafs bróður síns og 85 ára afmæli Helgu konu hans (frænku minni) í Reykjavík. 
Í Laxárholti fær Smári að fara á fjórhjóli að sækja kýrnar og taka til í vélagskemmunni.  Nóg að gera eins og á öðrum bæjum. En þar er búið að heyja alla há og keyra heim.


Ég var á námskeiði á föstudag um leiklist í kennslu og var það annsi fróðlegt, við fengum verklegar æfingar, en við vorum fjögur á Patró á námskeiðinu en það var haldið á Ísafirði í gengnum fjarfundabúnaðinn, og var líka á Hólmavík en þar voru tvö.  Ég vona að ég hafi síðan tök á að notta þetta í vetur við kennslu.  Með leiklistinni er hægt að vinna með bæði heilahvel og auðveldara að muna námsefni með þeiri aðferð, en það er eins konar punturinn yfir i þegar búið er að fara yfir efnið á hefðbundinn hátt. 
Á næsta miðvikudag er námskeið í Mentor, en það er stöðugt verið að bæta og breita á þeim vef.  En Menntor er vefur (skráningarkerfi um skólastarfið) sem kerfi fyrir skólana, þar skráir kennarinn inn mætingu, einkun og fl. þar geta foreldrar eins fylgst með vinnu barna (einkunir) og heimanámi.

Doddi er búinn að vera að breita og bæta fjárkeruna, svo hægt sé fyrir einn að reka á hana. Mjög gott mál. Núna bíða menn með að fá að vita hvort þeir meigi kaupa það sem var sótt um (ég meina hrúta og gimbrar).  En það er nauðsinlegt að fá nýtt blóð og eins til að kynbæta féð.  Eins er hægt að gera skemmtilega ferð í að sækja lömbinn sem keypt eru.  Ekki hefur mér leiðst að fara með Dodda og fl. að sækja hrúta í gegnum tíðina. En við höfum ekki keyft í tvö ár útfyrir heimasveit. 

Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98956
Samtals gestir: 26594
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:15:17
nnn