28.08.2008 21:34

Skólinn byrjaður

Nú er skólinn byrjaður. En hann byrjar rólega því yngri eru í sundi og eldri þá í skólanum.  Kennsla frá kl 9-12 svo nemendur heim.  Nó að gera í undirbúningi.

Fórum suður á föstudag með Baldri, komið við í Laxárholti að taka Smára kúasmala, ásat fl.  Farið til Siggu til að gista.
Við fórum á Hellu á laugrdaginn var á landbúnaðarsýninguna, þar var mikið af fólki og margt að skoða. Barði og Ásgeir voru þar líka með þeim voru Pétur og Alex og hurfu þeir ásamt Svenna og Smára.  Ásgeir lét okkur vita að þar væru hvolpar til sölu, við að skoða og völdum einn. 
Afi hans Dodda átti afmæli svo við skruppum til hans þegar pása var á dagskrá (milli kl:19 -22) Fórum svo aftur á Hellu að horfa á flugeldana og hlusta á Árna Jónsen, (Smára fannst hann ekki skemmtilegur.)
Seinnt farið til Siggu að sofa.

Vaknað til að horfa á úrslitaleikinn og mikil spenna að fylgjast með honum. Ég sagði að þetta væri formsatriði að horfa á leikinn því við værum orðnir sigurvegarar. Þetta er náttúrlega einstakt að litla fámenna landið okkar geti komist á pall með heilt handboltalið á ólimpíuleikum, vonandi verður þetta til þess að íþróttum verði sinnt en meir og við eigum eftir að eiga fl. verlaun. Mjög gott markmið að keppa við sjálfan sig og vera að bæta sig og setja sér stór markmið, ekki að keppa við aðra.

Þórólfur, Saldís, Selma Líf og Sólon komu eftir leik að kíkja á okkur í Laufenginu.
Síðan var slakað á. En stórveisla var svo eftir kl 16 hjá Jóa í Litluhlíð en hann hélt uppá áttræðisafmælið sitt á Grand hótel. Var þetta flott veisla, góðar kökur og flott myndasýning af gömlum ljósmyndum. Sveinn og Smári létu sér við Freydísi á meðan.
Fórum við í 40 ára afmæli hjá Dísu, og voru veitingar ekki af vera tæginu, mjög góðar hveitikökur hjá henni.  
Svenna og Smára langaði að kíkja á Enok og fórum við með þá þangað. Jóna sagði okkur að hún væri að fara að læra sálfræði í háskólanum, það er stór gott hjá henni. 
Á meðan við vorum hjá Siggu fór Hanna Stína í starfsmannaviðtal í leikskóla og fékk vinnuna. En hún verður líka í kvöldskóla. ((allir að mennta sig nema ég!!))
Sveinn og Doddi voru hjá tannsa á þrið. á heimleið komum við við í Dalsmynni og þar keftur hvolpur, Svanur skoðaði Kát og hélt að hægt væri að hafa gagn af honum. (þyrti bara meiri þjálfun.) 
Eftir tilsögn um uppeldið var farið á stað. Í Búðadal hittum við Árna og Guðrúnu á suðurleið.  Fékk hvolpurinn nafnið Spotti eftir nokkrar tillögur.  (Hann mátti ekki heita Vígi, Snati  eða þau sem væri á öðrum hundum á sveitinni.  Það var líka að vera þannig að gott væri að kalla á hann.) "Silja kondu með Spotta" hljómar vel hjá Dodda.
?ekki satt?

Pílu og Kátti er sæmilega sátt við hann Spotta en Eldingu (kisu) er ekkert vel við hann, það breitist kannski.  
 
 
Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98956
Samtals gestir: 26594
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:15:17
nnn