30.08.2008 23:28
Mamma mía
Nokkrar af okkur kvenfélagskonum fórum saman á Patró að borða á Þorpinu og fórum svo í bíó á Mamma mía.
Við vorum sex saman að borða, fengum aspassúpu, brauðið með var mjög gott. Aðalrétturinn var lambahryggur, hann var góður. Í eftirrétt var ís sem var framréttur í glasi með fæti mjög flott og gott. Bíóið var næst á dagskrá. Við sátum niðri fyrir miðju, (ég hef aldrei setið svona neðalega áður) ég var ekki búinn að gera mér neinar vonir um myndina og varð rosalega hrifinn, fékk þá hugdettu að gaman væri að eiga abbabúning og þá yrði að eiga músikina líka.
Sem sagt gott stelpukvöld.
(Þetta er líka mynd fyrir stráka)