18.09.2008 10:36
Lárus Lárusson
Lárus Lárusson fæddur 4.febrúar 1942 og dáinn 10.sep.2008
Nú er hann farinn, hann Lalli frændi, eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var partur af tilverunni í uppvexti mínum í Laxárholti. Hann kom í jólafríum, páskafríum og sumarfríum, og nokkrum sinnum var hann heimsóttur í vinnunni í Reykjarvíkur ferðum. Hann kom oft með afþreyingu sem maður fékk að njóta með honum eins og myndasögur og myndbönd. Ég man aldrei eftir honum nema glöðum og gamansömum. Þetta var eins og hann væri að koma með gull þegar hann kom með pokana af morgunkorni. En Lalli vann hjá heildsala og fékk margt á góðum kjörum svo kom hann fékk hjá bakara nokkrum það var gott að laumast í sætabrauðið sem slæddist með í brauðpokunum.
Hann spurði mig sem tátu hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég man ekki alveg hvað ég sagði, minnti hann mig á þegar ég var flutt vestur að ég væri nú á skjön við það en ég ætlaði alls ekki að búa í sveit eða eiga börn, og hvað þá að kenna. Þegar ég varð 18 ára og mátti kjósa var ég ekki vissi um hvað ætti að kjósa, hlustað ég á Lalla, hans skoðanir á stjórnmálum.
Nú kveð ég Lalla, og geymi allar góðu minningarnar um hann.
(minningargrein sem ég sendi í moggan)