28.09.2008 09:48
smala og rétta.
Það er búið að vera að smala frá því á mánudag og til föstudag. Réttað var í gær á laugardegi.
Á mánudag var farið frá Litluhlíðará og inneftir í hlíðinni og fjaran tekinn líka. Að innan af fossholunum á móti. Þetta var nett upphittun fyrir næstu daga.
Á þriðjudag var farið Siglunes og Hreggstaðardal. Það rekið inn á Stekkjarvík.(sem er tún sem Innri-Múli er með hjá Brekkuvöllum.) En það þurti að reka féð yfir Haukabergsvaðalinn, en þegar féð kom niður vantaði ca. klukkutíma á fjöru, var féð búið að bíða í meira en hálftíma þegar þær fyrstu fóru yfir.
Á miðvikudag var farið fyrst í Holtsdalinn og það fé rekið inn á Stekkjarvíkina síðan farið upp aftur og Haukabergsdalur tekinn og það fé líka rekið inn á Stekkjarvíkina. Höfðum við nesti með í bílunum og fegnið sér áður en var farið upp aftur. Ekki var auðvelt að fara yfir ár og sprænur því það var gríðarmikið vatn í þeim. Ég tók hálft sundtak þegar ég fór yfir á einum stað. Blotnaði þó ekki nema í annað stígvélið og annan vettlinginn. Þórður Ólafsson fór bara úr og fór berfættur yfir.
Á fimmtudag var farið niður Hrísnesdal og Fossdal (langt undir Hagatöflu). Tekið úr Stekkjarvíkini og rekið inneftir. En þetta er í annað sinn sem það er geimt á Stekkjarvíkinni og í fyrra vildi það fara upp og úteftir, núna vildi það upp en inneftir og smá mál að ná því niður í fjöruna. En það á að fara niðrí fjöru inneftir inn á tún á Múla.
Á föstudag var það Hagadalur. En nú var það prufað að fara upp Tungumúlafjall og svo úteftir. Voru þeir ca.2 tíma að fara þaðan að Grettistaki. Við Sveinn vourm niðri og hreynsuðu múlann og kom svo Ásgeir á móts við okkur. En féð vildi ekki yfir Hagaána og fór niður með henni, komu fl. til að hjálpa þar fyrir neðan. Jói í Litluhlíð taldi 257 stk. koma. Var giskað á að á túninu á Innri-Múla væru komið um 1500 stk.
Laugardagur var réttað og tók það ekki nema 2 tíma. Okkar fé flutt úteftir og voru það fjórir vangnar, en Árni á Krossi var búinn að bæta hæð á vakninn sinn og tók hann þá 20 fleira en áður.
Í dag sunnudag erum við Doddi að spá í að reka inn hjá okkur í Miðhlíð og taka ókunna úr. en það þarf svo að reka inn á morgun og sortera fyrir ómskoðun og svo kemur fjárbíll á miðvikudag taka lömb í slátrun á Hvammstanga.
Næstu helgi á svo að smala í Trostansfirði.
Semsagt búið að vera nóg að gera og nóg framundan. Sett nokkrar myndir inn.