15.10.2008 16:51

Rauðir hundar

Já það eru rauðir hundar hjá mér. Sveinn Jóhann er með þá. Hann var í fermingarundirbúningsferð, hann fór á sunnudag og kom til baka á þriðjudag (í gær) en það var farið í Vatnaskóg.  Hann fór með tvær unglingabólur og kom rauðskelóttur til baka, en hafði klægjað við eyrað um kvöldið og vaknaði svona útsteyptur á þriðjudag. Núna í morgun var hann svo aumur og leið ílla. Fór með hann til læknis og fékk staðfestingu á að þetta væri rauðir hundar og hann ætti að hafa það rólegt fram yfir helgi og gæti mætt í skóla á næsta mánudag.

      
Píla var svæfð í gær, en hún var orðinn 9 ára.  Hún var lengur að jafna sig eftir hvern dag núna í göngum en vanalega og farinn að heyra verr.  Betra að leifa henni að fara með reysn, heldur að halda henni þar til hún væri blind og heyrnalaus. Enda ekki auðvelt að vera með þrjá hunda.   

Flettingar í dag: 432
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98956
Samtals gestir: 26594
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:15:17
nnn