24.03.2009 14:27

Alltaf nó að gerast í sveitinni

Nóg um að vera í sveitinni eins og vanalega. Á Föstudaginn 20.mars var farið í Reykhólasveit, en það var 12 manns hér úr fjárræktarfélaginu sem fóru, að skoða fjárhús og hitta sveitungana þar. En þeir tóku mjög vel á móti okkur, með gleði og höfðingjaveitingum. Við fórum á tveim bílum, farið 1/2 10 af stað og komið um kl 22 um kvöldið (allavega annar bílinn.) 


-------------------------------------------------------------------------------------------------------------- 
Á Laugardaginn 21.mars var prófkjörið, við fórum og þáðum vöfflur hjá Eyrúnu og Tryggva í Dunhaga í Tákanfirði.


Á Sunnudag 22.mars var gleðilegur dagur þegar úrslit prófkörisins voru ráðinn, kom það í ljós að Eyrún komst í 3.sæti og Ásbjörn í 1.sæti. Við fórum að samgleðjast henni um kvöldið.  Ég slepti að fara á prjónakvöld í Flakkaranum, en komu konur saman með á prjónunum.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Á Mánudag 23.mars kom tónlist fyrir alla í skólann, en það var þjóðlög, íslensk og ensk.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Við Sveinn gáfum og ég tók nokkrar myndir af fénu svona áður en það verður tekið snoðið af þeim.

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn