30.03.2009 08:37

Góður afmælisdagur.


Við Doddi kominn á dansgólfið á fyrirtækjaárshátíðar Vesturbyggðar.

Við vorum sjö saman af Barðaströndinni sem fórum vestur á hana, en það voru fleiri sem ætluðu en gugnuðu vegna veðurs, en það slapp og komust við klakklaust vestur og til baka um nóttina.
Veislustjóri á ársháttíðinni var Óli Sæm, hann var frábær, hann lét allan salinn syngja fyrir mig.
Maturinn klikkar ekki hjá Kollu og systurm og fl. maturinn var hreinnt dásamlegur.
Patresfirðingarnir voru með tískusýningu en það voru karlmenn í kvenfatnaði, náttúrulega hlægilegt.
Undir regnbogna var leikið, það var gaman að því.
Bíldalingarnir klikka ekki með söngatriðinn, "bleðlar, nógir bleðlar hér, engin kreppa hér, sagði Hanes mér, nó vinna hér fyrir vestan."
Ingó og veðurguðirnir voru algerir stuðboltar,  dansgólfið alltaf fullt.

:) ath.setti nokkrar myndir af háttíðinni. :)

Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn