19.10.2010 21:35

Alltaf nó um að vera.

Síðustu helgi vorum við Doddi á Akureyri á framleiðandafundi. En það var farið á ROCKY HORROR sýninguna, hún var stórmögnuð, mikil ljós, dúndur músik, litagleði og holdastrokur.  Höfðum svo smá tíma til að fara í heimsóknir. 

Framundan eru svo nokkur stór afmælisveislur. 

Nó að gera hjá Smára mínum á Patró. Hann er í Unglingadeild björgunarsveitarinar, þau fengu um daginn heimsókn frá Ísafirði.  Hann er að æfa frjálsar sem er tvisvar í viku. Félagsmiðustöð er svo þriðjudaga, fimmtudaga og föstudaga. Á morgun fer hann í fermingarundirbúningsferð í Vatnaskó. 

Bræðurnir farnir að spá í afmælisdaginn sinn en þeir verða fyrir sunnan.  

Ég farinn að vinna í Selinu sem er félagsmiðstöð eldriborgara á Patró. Ég er að vinna þriðjudaga og fimmtudaga. Ég er að vinna með Sólveigu systir.

því miður engar nýjar myndir núna. Reyni að vera duglegri að taka myndir.

Flettingar í dag: 490
Gestir í dag: 113
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 99014
Samtals gestir: 26603
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 13:36:35
nnn