10.10.2012 10:56

smalamenskur í Austursýslunni.

Byrjað á að ná úr hólmun á Kirkjubóli þar náðist 19 stk. Geimt  í réttinni á Litlanesi og brunað á Eyði og réttinn gerð klár þar. Ferið í Mjóafjörð og við Hadda gengum á eftir því þar en karlmennirnir fóru lengra og ofar. Bætist svo smalar í hópinn. Þegar innreksturinn nálagaðist. Frosti Þór á hér skemmtilegt lamb með hvíta sokka og smá hvít á dindilinn.

Fórum við Doddi og náðum að snúa 12stk hóp sem stefndi út selssker og skildum við hópinn undir bænum á Illugarstað. Fórum þá að reka hópinn frá Vattnanesi sem fór allaleið í rétt á Eyði.  Snarað upp aðhaldi til að ná þessum 12 sem við höfðum komaið á stað frá Illugarstöðum. Gekk ekki þrautarlaust en tókst fyrir rest.

Þá kom að því að koma öllu á og bruna með í fjárhús á Brjánslæk. Alls á 7 farartækjum. 

Vorum heppinn með veður og ekki mikið sem slapp.

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 360
Gestir í gær: 16
Samtals flettingar: 116429
Samtals gestir: 28813
Tölur uppfærðar: 17.7.2025 03:49:54
nnn