25.03.2013 19:59
Bændaferð
![]() |
Flottur matsalur sem við sædum gómsæta súpu með nýbökuðu brauði Hraunsnefi, mæli með þeim stað. |
![]() |
Steðja í Flókadal var tekið á móti okkur og við fengum að smakka góðan bjór, fengum að smakka lagerbjórinn, jólabjórinn og páskabjórinn. takk Dagbjartur Ingvar Arilíusson. |
![]() |
Skorholt skoðað þar var tekið vel á móti okkur með smurðu brauði, nýbökuðum pungum ásamt góðgæti með kaffisopanum. Féð þar var einstaklega litafagurt og spagt, í stórum björtum og loftgóðum húsum. takk Baldvin Björnsson og Helga Rúna Þorleifsdóttir |
![]() |
Eystri Leirárgarðar fengum við að skoða og fræðast um fjárbúskapinn þar. Þar búa feðgar og fengum við að skoða mjaltarþjónafjós. Fyrirmynda bú þar hjá feðgum. takk Hannes Adolf Magnússon fjárbóndi. |
![]() |
Tekið var á móti okkur í Kaupfélaginu í Borgarnesi, þar var góð vörukynning á vörum fyrir sauðfé og léttar veitingar. Takk Margrét K. Guðnadóttir og Jómundur Hjörleifsson. |
![]() |
á heimleið var svo tekið lagið. Takk ferðafélagar fyrir góðan dag. |
Ath. fleiri myndir í albúmi. ef þið sjáið einhverjar rangfæslur endilega látið mig vita.
Skrifað af silja
Flettingar í dag: 275
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98799
Samtals gestir: 26572
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:10:57