05.05.2010 20:19
Apríl-Maí.
En það sem liðið hefur síðan síðasta blogg er margt.
27.mars var fyrirtækjaársháttíð á Patró. (myndir af því komnar inn).





29.mars var fjárbændaferð farið á rúttu í Bjarkalund og í aðra þar með Reykhólabændum yfir Laxárdalsheiði í Staðrskála að borða, síðan strandirnar og skoðað á fjórum bæjum. Mjög fróðleg og góð ferð.(komnar myndir). Svo komu páskarnir, bingóið á laugardeginum.(páskamyndir komnar.)


Fórum til Reykjavíkur 8-11.apríl. En það var árshátíð fjárbænda, ferming og fl. því miður komst Doddi ekki fyrr suður en á laugardag. En við fórum í leikhús og fl. (myndir af því komnar). Á mánudeginnum fórum við Sveinn upp í Hallgrímskirkjuturn, vorum heppin með verður.
16.apríl komu fyrstu lömbinn hjá okkur en það var hyrnd ær og átti hún hrút og gimbur, fengu þau nöfninn Helgi og Díana. En Helgi kom að skoða þá og þetta er afmælisdagurinn hennar Díenu.
22.apríl var Gullbrúðkaupsafmæli hjá Einari og Bíbí. Buðu þau í mikla veislu.
Í gær var aðalfundur Neista, margt og mikið rætt að vanda, en Guðrún á Krossi var að hætta sem formaður og Óla í Hvammi að taka við.
Annars sníst lífið þessa dagana um að verka grásleppuhrogninn.
Síðan styttist í sauðburð en hann fer í gang í næstu viku.
21.03.2010 00:25
Viðburðardagar í Mars
Eins og alltaf er nóg um að vera hér í sveitinni.
5.mars sótum við Sveinn í Gufudal, hann fékk fara frá Laugum þangað, það var gott að þurfa ekki að fara lengra því það var leiðinda verður, rok og rigninarslida. Enda var komið eitt snjóflóð á bakaleiðinni og grjót á vegaframkvæmdirnar.
6.mars voru kosningarnar, við kvenfélgaskonur vorum með vöfflur að vanda.
Um kvöldið fórum við svo í svaka afmælisveislu en Jón Mag hélt uppá 80 ára afmælið. Glæsilegt á allan hátt. Matur, skemmtiatriði, drykkir, dansleikur.
7-8. Omskoðun á Barðaströnd. En það kom misvel hjá bændum.
12. Lögðum við kvennfélagskonur af stað á Akureyri.
Í Staðarskála var snædd kjötsúpa í boði Árna á Krossi.
Þegar við vorum búinn að koma dóti í herbergi þá var lagt á stað í Hár og heilsa, þar fóru konur í dekur, farið í heitan pott og dýrindis snakk: ávextir, ostar, kex og páskaegg.
Tvær úr hópnum fóru á Elvissjó, það var víst mikið stuð. Stjórnarkonur sá um að næra okkur á dásamlegri rjómasúpu og brauði með. Farið að sofa fyrir miðnæti.
Herberginn eru eins og hótelherbergi, sér bað og rafmagsrúm. Gríðarflott.skoðið bara:www.akureyriguesthouse.is
13.laugardagurinn var nokkuð frjáls en þá var genginn göngugatan og borðað á Bautanum. Nokkrar fengu sér foleldasteik, sem var víst mjög góð. fyrir kl 19 var farið í leikhús að sjá 39 skref, stórmerkilegt leikhús og gaman að koma í það. Leiksýninginn var fyndinn og skemmtileg, meiriháttar grín. Eftir leikhúið var farið að borða á Greifanum það var þrírétta. Forréttur var salat með permaskínku, í aðalrétt var lamb, í eftirrétt sveitaís. Flest allar fóru svo á Vélssmiðjuna en þar voru Úlfarnir að spila, mjög þægilega dans tónlist (svipaðir og Viðar og Matti). Þar kveiknaði á skáldagiðjum og urðu til vísur (kannski komi bara út vísnabók).
14. sunnudagur byrjaði snemma, eftir morgunmatinn var farið og ferjan tekinn í Hrísey, en það er bara um 20 mín sigling. Snædum dýrindis hádegisverð með humarssúpu í forrétt, nauti í aðalrétt, svo kom frönsk súkkulaði kaka, þetta var himnest, síðan var að njóta þess að sjá rújpurnar vappandi um. Fengum að skoða handverkshúsið, margt flott þar, nauðsinlegt að koma þangað aftur.
Þegar í land var komið var biðið eftir okkur í Kalda, fróðlegt að heyra hvernig þetta byrjaði hjá þeim. Mæli með að koma við í Kalda og sjá hvernig þetta er. Ég hef lítið drukkið bjór en Kalda get ég drukkið. Fórum svo í Dalvík, þar beið hún Kata frá Fiskmiðlun Norðurlands og var leiðsögumaður um þorpið og sagði okkur það helsta í sögu bæjarins, hvati okkur svo að koma á Fiskidaginn mikla. Tókum rúnt um Svarvaðadal, lýgilegt hvað myndarleg íbúðarhús eru þar, enginn kot.
Næst var að slaka á og síðar varð svo náttfatapartý með flatbökum og ostum.
15.mánudagur, heimferðardagur. Ég þurti að komast vestur á fund og flaug því heim.
Á þriðjudaginn 16.mars. kom Kata í heimsókn í Gellur og Kinnar með Nóel Nígeríukaupanda. Ég var búinn að undirbúa, þrífa í kaffistofuni og hafði fiskisúpu fyrir þau, sem lukkaðist ljómandi vel.
17.miðvikudagur: Var ég á Múla að hjálpa til þegar það var verið að klipa snoðið. En það eru breskir strákar sem gera það, þetta eru bændasynir sem klippa 7.mánuði á árinu.
18. fimmtudagur: Klipt hjá okkur, það tók nú ekki langan tíma.
Hafð með smurt brauð, kökur, kaffi og kakó á brúsum. Þeir fóru svo í Arnarfjörðinn.
Ærnar okkar voru voða glaðar með klippinguna og fá svo vel á jötuna.
21. sunnudagur fórum við strákarnir vestur ,þeir í bíó, en ég slaka á með mömmu.Síðan er það gráslepan en ég er byrjuð að verka hana, en það byrjar rólega. Kominn nokkur ný albúm.
02.03.2010 07:50
Dásamlegt veður
Ég fór með hann í þessu líka fallega veðri, hrein dásemd að keyra í þessari fegurð.

þetta er nú bara tekið við gellur og kinnar. Seftörn.

þeir spegluðust margir svona í logninnu.
En það var enginn sjór fyrr en í Reykholasveit. Náttúrlega búið að mokka öllu.
Semsagt góð ferð og gott að fara.
ath.fleiri myndir í myndalbúmi.
18.02.2010 09:54
öskudagur

Mikið fjör eins og vanalega. Prúðbúnir krakkar í skemmtilegum búningum. Það var búið að skreita og setja upp tunnu.

þegar nammið náðist úr tunnunni var flott kaffi fyrir alla. Frjálsframlög fyrir kaffið eins og vanalega.

Ég sjálf hengdi engan öskupokka, en var með slatta og yngrideildinn tók það að sér að hengja á fólkið og held ég að enginn hafi sloppið með að fá pokka á sig.
13.02.2010 09:17
þorrablót í kvöld

Svona var kvenna grínið 2007. En þetta er nefndinn sem verður með blótið á næsta ári.

þetta er hann Krulli að sýna hverig hjálpatækið virkar. á blótinu í fyrra.
Nú er bara sepennandi hvernig það verður í kvöld.
12.02.2010 08:57
Öskupokakynning

Þar fór ég í sögu þeirra og þýðingu. En þeir eiga sér sögu. Flesstir könnuðust við að hafa hengt öskupoka sem börn.
hægt er að fræðast um þá á http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3201
Kom með þá tillögu að börn sem sniki nammi á öskudag, taki sér nammi föstu og borði ekki nammi í 7 vikur semsagt ekki fyrr en á páskum. Hvað finnst ykkur um það?
Ég samdi við mína stráka fyrir nokkrum árum að þeir fengu ekki séstakt laugardaganammi frá jólum að páskum en fengju í staðinn stór páskaegg, þeir vildu það og voru mjög ánægðir að fá stór egg.
26.01.2010 20:05
nýtt net.
Tveir símastrákar komu og setu upp þetta líka fína netsamband.
Loksins gat ég sett fullt af myndum inn hér á heimasíðuna.
Eina og :
jólafundur neista.
Jólaköturinn í Skálholt.
Aðventukvöldið konukvöldið.
Sveinn að lesa á litlujólum.
13.01.2010 11:56
2010
Nýtt ár 2010 komið,maður er að venjast þessu að skrifa 2010.
Gat ekki set inn myndir yfir jólin. En er að setja inn myndir núna.

Skálholt jóladaginn.

Bjartir og fagrir dagar núna á þessu ári.
-----------------------------------------------------------
Stittist í þorra spurning hvað maður geri þá.
26.12.2009 10:51
Gleðileg jól
Jóladagur í Skálholti.
--------------------------------------------
Gleðileg jól og nýtt ár
frá okkur í Skálholti
til ykkar sem skoða þessa síðu.
21.12.2009 14:33
Jólin nálgast
Ég er búinn að senda öll jólakort og pakka (nema að ég hafi gleimt einhverjum).
Búinn að baka nokkrar smákökusortir og brúna lagköku. Hef þó hugsað mér að baka meira.
Kepti mér jólatré af Lagjón á patró. (er búinn að vera með gerfi í meir en 10 ár.)
Búinn að þvo allar gardínur, setti upp í fista skipti jólagardínu í eldhúsinu, mjög ánægð með hana.
hengi niðrí hana jólaséríu og jólapríði póstsins. Var að fá mér nýja uppþvottavél, er að læra á hana.
Á laugardagskvöld var jólafundur kvenfélagsins, þá er borður jólamatur, síld og pate i forrétt, hangikjöt og svo möndludesert i þetta sinn var það kaffi-frómas. þessir jólafundir skiptast á að vera heima hjá konum, núna hjá Ólu. held að þetta sé í sjöunda sinn að þetta fyrirkomulag er haft.
í gær sunnudag var aðventukvöld konu. Þá koma allar konur sveitarinnar með pakka merktum málshætti, borðað osta og kökur, sungið jólalög og slakað á.
22.11.2009 15:27
nóv.
Basarinn var í gær á patró. Það voru fl.básr nú en í fyrra. En minna af fólki að versla. Okkur gekk ágætlega, vorum allavega ánægð. Erum að spá í að vera á Tálkafirði næsku helgi.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Afmæli strákanna er yfirstaðið, en hélt matarboð fyrir ömmur,afa og frændur á 17. Það var huggulegt. Smökuðum reyktann búðing sem ég bjó til og var góður.
Síðan kom strolan eftir skólan á sjálfan afmælisdaginn.
Afmæliskökurnar.
Smári ánægður með afmælisgjöfina frá bróðir sínum.
Sveinn með gjöfina frá bróðir sínum og ánægður.
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Við Sveinn skrupum í bæjinn og sáum þá bílinn hans Andrésar andar.
---------------------------------------------------------------
Eins og venjulega er nóg um að vera.
framundan: ljóðakvöld í skólanum
prjónakvöld
basar á Tálknafirðir og kannski jólahlaðborð á tálk.
námskeið á Suðureyri
Jólabingó Neista.
26.10.2009 15:49
Ný forsíðumynd.
Forsíðumyndin er af Speglu og dætrum hennar. En hún er einstök, eins og sést mikil prýði með þessar líka myndar gimbrar.
--------------------------------------------------------------
Hrútasýning og keppni var nú í haust. Fóru leikar svo að Brjánslækjarbú átti hrút í 1.sæti. Innri-Múli í 2.sæti og síðan við Miðhlíðarbændur með hrút í 3.sæti. En var um að ræða veturgamal hrúta.

Voru hrútarnir erfiðir í uppstilingu.
---------------------------------------------------------------------
Lagfæringar hefa verið á Gellum og Kinnum. En skipt hefur verið um tvær hurðar og steypt ný stétt við móttöku. Mikil munur er á húsinnu, þó ekki sé allt búið.

Svona var umhorfs þegar byrjað var að klæða gömluhurðinna. En voru það smiðir frá Ísafirði sem kláruðu, Spýtan.

Hér er klæðningu lokið, en þá á eftir að skipta þessari ljótu riðguðu hurð út. En steypuvinnu kláruðu Lásarmenn, en gátu ekki klárað vegna anna á Bíldudal.
-------------------------------------------------------------------------------------------------
Annars er verið að smala og fleiri smalamyndir koma inn. Síðasti bíll fer á morgun.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
16.10.2009 12:53
Októberdagar.


------------------------------------------------------------------------------------------------------
Sælkerakvöld var á patró 10.10. Þemað var víkingartíminn. Voru skreytingar í þessa anda og klæði þeira sem sáu um kvöldið.


------------------------------------------------------------------
Ekki sleigið slöku við og smalað sunnudaginn 11.okt. Sem var miss auvelt fyrir sælkerana. En þá var smalað í Patreksfirði og rekið inn á Hlaðseyri. Þar var Laufey með veisluborð að vanda á eftir. Voru yfir 80 að innann. Engum við eina, en það er sögulega Lilla, sem var fædd í Tálknafirði og Lila og Þóra náðu. Hún átti mórrauðan hrút í vor en missti hann áður en hún fór út.


Féð að verða komið í réttina í Hlaðseyri. Hér er Lilla dóttir Tálknu. Hún er vetugömul.
Fleiri myndir inn á albúmi.
------------------------------------------------------------------------------------
03.10.2009 17:43
Sauðburður
Föstudaginn 2.okt. Voru þeir Smári og Doddi út í Miðhlíð, hringja í okkur Sveinn segja okkur að koma. Þegar við erum mætt er innreksur kominn á skrið. En þegar inn er komið er Smári með nýborið lamb í jötunni og varð að finna ána. Þetta var gimbur og kom svo önnur.
Hér eru þessar elskur. Myndar gimbrar.
---------------------------------------------------------------------
Í dag laugardaginn 3.okt var smalað í Trostansfirði. Það var svo mikil hálka að ekki var þorrandi að fara á dráttavélunum niður að réttinni. Ég var með í fjórhjóladrifinum og veiti ekki af.
Set inn myndir af Trostansfjarðaréttinni.
Svona var hann hvítur.
dýrum kalt sem ekki hafa ull.
Spotti fékk tilsögn.
Doddi minn ánægður með daginn.
hér er ær og lamb frá okkur Dodda.