26.09.2009 09:43

Langur smaladgarur

í gær var smalaður Hagadalur, fyrstu menn fóru um kl 10 og var mannsskapurinn kominn kl 18. Það kom snjóbilur og úrhelli á mannskapinn, kaldur vindur en svo kom sól og aðeins hlíri vindur, þannig að manni varð skítkalt og blautur svo þornaði maður og var bara blautur á fótunum.

þarna situr Sveinn.

25.09.2009 09:31

Smalamenska.

Í gær var smalað niður Haukabergsdal og Hrísnesdal. Úr Stekkjavíkinni í Litluhlíðargirðinguna sem er niður við sjó (neðan veg, nýjagirðinginn).


Svona leit út uppi. Hvit yfir.

Fallegt uppi.

Svona horðu þær til mín í Miðhlíðaraflegaranum,
skildu ekki í því hversvegna þær mætu ekki koma beint inn.
--------------------------------------------------------------------------------------------------
Í dag á að smala Hagadal

Svona leit út hagadalur í morgun fyrir kl 8. Hvítur niður. En mikil stila.

23.09.2009 08:29

Smalamenska

Smalamenskakan byrjaði í mánudag. Þá var það Litluhlíð. Í gær þriðjudag var það Siglunes.

Hér eru hópurinn sem kom frá Siglunesi.

Hér er hópurinn að fara yfir vaðalinn og síðan inn á Stekkjarvíkina.

16.09.2009 16:17

menning.

Loksinns tókst að klára að setja inn myndirnar af menningarferðinni sem bændur fóru í ágúst til Ísafjarðar og nágrenni. Þetta var náttúrulega mjög góð ferð, mart skoðað og góður félagsskappur.

Hér er hópurinn í Vigri.  Eins og sést er þetta myndalegur hópur. Allt mjög skemmtilegt fólk.
Bara tilhlökkun að fara aftur í svona mennigarferð.

06.09.2009 17:01

Mótórhjóla-rokk-messa í Haga

Mega messa í Haga í dag. Fengum flott veður og allir í svaka stuði með Guði.

missir fyrir þá sem ekki komu. Þetta á að verða árlegur viðburður.

31.08.2009 13:00

bíóferð nemenda Birkimelskóla.


Skólabörn Birkimelsskóla fóru í bíó á Ísöld 3, sunnudaginn 30.ágúst á heimleiðinni var þessi mynd tekinn af þeim. En Foreldrar tóku sig saman að koma þeim í bíó. Nemendafélagið geiddi miðan inn.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Nú er bara verið að spá hver næsta skemmtun verður. Kemur í ljós.

26.08.2009 18:06

fleiri myndir

Nú eru komnara inn allar myndir af ferðinni okkar.

Þingvellir.

Arnarstapi.

snæfellsjökull.
----------------------------------------------------
Næst er að setja inn myndir af menningarferð bænda.

07.08.2009 12:09

Vikufrí.

Við komum heima í gær eftir vikufjarveru. Vorum á Unglingalandsmóti á Sauðárkróki, þar kepptu Sveinn í 800m. bætti sig(5.sæti). Smári í kúlu og bæti sig(10.sæti). Á mótslitunum var feiknarmikil flugeldasýning. Veðrið hefði geta verið vera.

Fórum svo á mánudegi yfir Kjöl og tjölduðum á tjaldsvæði við Geysir.
 Fórum svo um Árnsessýslu skoðum Skálholt, Slakka, Sólheima en Sævar frændi fór með okkur um allt. Tjölduðum svo á Þingvöllum.
  Skoða ÞIngvelli svo yfir Uxa í Borgarfjörð á Snæfelsnesið, upp á jökul á sleðum. Tjölduðm í Stykkisholmi og yfir með Baldri.
Tók náttúrulega fullt af myndum er að bæta þeim inn.

24.07.2009 00:16

Strákurinn hennar mömmu

Strákurinn var skírður Hafsetinn. En skírnarveisla var haldin sunnudaginn 26.júlí.

01.07.2009 14:18

Gönguþema

Við Sveinn erum að ganga, á mánudag var það inn í Litluhlíðarfossin eða Skaldvararfoss. En það var blaut og úði á okku. Mjög fallegt inni í fossinum.  Skoðið bara albúmið.



Í gær fórum við uppá Tungumúlahyrrnu. Vantaði aðeins að vera heiðskýrara. En náðum þó góðum myndum. Komið albúm af þeirri ferð.

 

28.06.2009 11:25

íþróttaskóli, afmælisveisla

Strákarnir kominir heim eftir frjálsíþróttaskólan í Borgarnesi. Náttúrulega var það mikið fjör. Þeir sjáust svo í íþróttarfréttum í helgarsportinnu á rúv. Hægt er að fara inn á heimasíðu ruv svo sjónvarpið síðan 27.júní, Helgarsport kl 12, þetta er eftir skagafréttir þegar er sirka 1/3 er eftir fréttatímanum. Þórey Edda stangastökvari var að kenna þeim.


Þetta eru þeir sem voru í Borgarnesi í frjálsíþróttaskólanum.


Bíða eftir glaðning frá UMFÍ.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fórum í afmælisveislu Hauks Vals, en hún var stórskemmtileg og slæsileg. Tók myndir og er myndaalbúm úr því. Krakkarnir fengu að grilla sykurpúða.

Smári ánægður með þenna sykurpúða.

23.06.2009 09:36

17.Júní

Eins og vanalega var gaman á 17.júní.
Gaman hvað komu margir í Birkimel í kaffið hjá kvennfélaginu, en eins og vanalega flott hlaðborð.
Eins fjör hjá krökkunum sem tóku þátt í leikum á eftir, en er ég búinn að setja albúm með myndum af því, og eitt myndband.

Smári átti að borða Lindubuff og drekka kók glas.

Svenni að gæða sér á buffinu.


08.06.2009 21:22

Gallerí Ísafold

Fór í gallerí Ísafold í dag, en mamma er með þetta gallerí á Patró:
Urðargötu 7. sími:8957175

   
sætir strákar í lopapeysu, bútasaumsbuddur, prjónavörur eins og vettlingar.

sætir jólasveinar.
  
Mart fleira en það er albúm með myndum af vörum í Gallerí Ísafold.
-----------------------------------------------------------------------------
Framundan er 19.júní sem er kvennadagur því þá fengu konur kostningarétt 1905 á Íslandi (er það ekki rétt munað hjá mér) og kvennahlaupið haft í tilefnis þess á 20.júní. 
Breyti ég í bleikan þemma hjá mér vegna þess.

08.06.2009 08:30

Sjómannadagshelgin búin

En á ný er mánudagur, eins og vanalega nó framundan að gera. Strákarnir eru búnir að vera á Patró frá föstudagskveldi. Þeir tóku þátt í leikjum á Króknum í gær, fóru í leikhús, ball með Ingó og veðurguðirnir í gær. Mikið fjör. Við Doddi fórum á leiksýninguna á föstudaginn. Leikmyndinn er stór glæsileg og búningar flottir, skemmtileg sýning.


Þegar bátarnir eru að koma inn eftir siglinguna.

Sveinn kominn með ný gleraugu.

þyrlan kom og tók mann og skilaði.

Hátíðarræðu fluti Magnús Ólafs. Hansson, hún var góð.

7 ára og yngri hoppuðu í pokka og fengu kókósbollu og kók, gekk ílla að borða hratt.

þeim minstu var hjálpað.

8-10 ára fengu pitsu og kók.

11-14 ára fengu það verkefni að borða kleinu og drekka kókómjólk, Sveinn og Smári tóku þátt í því.

Hér er Sveinn að troða í sig kleinunni.
Fullt af fleirum myndum inn á albúmi Sjómannahelgarinnar 2009.

23.05.2009 19:57

Þetta gengur ekki

Að það sé svona langt síðan að ég skrifa, en það er heil hellingur búið að gerast síðan en það er t.d. Viðburður ársinns en það var ferminginn hans Svenna, sem tókst mjög vel, fengum gott veður og allir ánægðir. Komið myndaalbúm með myndum, og á eftir að bætast við.

Hér er ein mynd sem Þórólfur tók af okkur fjölskylduni á fermingardaginn, eins og sést erum við bara myndarleg fjölskylda.
---------------------------------------------------------
Nú svo eftir ferminguna hófst hjá okkur sauðburður með miklum látum en 15.maí báru 15 ær (ef við setjum það í samhegi við Innri Múla væri það eins og það væru yfir 100 sama sólarhringinn). Burðurinn hefur gengið þolanlega, en það hafa 2 ær dáið, þurft að lóa einum gemsa og en undir 10 lömb dáið, gemsarnir með stór lömb og hafa verið bólgnar eftir burðinn. Höfum fengið mikið af litum og er það gaman, en það er ein hrútur sem er að gefa litina.

Á eftir að setja myndir af lömbunnum inn. En Sveinn fékk myndavél og hefur hann verið að taka mikið af myndum.
Flettingar í dag: 287
Gestir í dag: 85
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 18
Samtals flettingar: 98811
Samtals gestir: 26575
Tölur uppfærðar: 5.5.2025 12:32:28
nnn