25.04.2009 12:18
Kostningadagur
Fór í smá göngu í morgun með myndavélina. Sá merki vorsins.

Komið nýtt myndaalbúm. með myndum frá hliðunum og Skjaldvarðafossi.
19.04.2009 20:45
móri

Þetta er hann Móri sem er undan Lillu (dóttir Tálknu). Hann er hindur.

Frændi Móra.

Þetta er krúsídúllan Spegla

Hér eru þær Spegla og Botna að heilsa uppá mig.
14.04.2009 11:09
Páskafríið búið
------------------------------------------------------------------
Eins og ég segi alltaf nó að gera, á fimmtudagskvöld var myndakvöld hjá UMFB og tókst það mjög vel og gaman að sjá þessar gömlu og nýju myndir.
----------------------------------------------------------------------
á föstudaginn langa fórum við á Kleifarheiðina að renna okkur, þar var fullt af fólki að leika sér. Tók nokkrar myndir og eru þær inn sem albúm.


---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á laugardaginn fórum við Stína í brönd í Tálknafjörð sem var mjög nottarlegt, Síðan var bingó sem fjárræktarfélagið hélt og UMFB var með nammi sölu í hlénu. Mæting var góð og vinningarnir góðir. Sveinn vann ferð með Baldri og Doddi þörung í garðinn. Um kvöldið voru við boðinn í snakkkvöld á Múla. Myndir af bingói komnar.
------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á Páskadag var mikil leit af eggjunum en ég gerði 14, vísbendingar bæði úti og inni.
Páskamessa í Haga kl 14. Ég að syngja en við vorum ekki mörg en það lánaðist eins og vanalega. Þetta var fyrst messan hjá séra Ástu í okkar sókn, og tókst bara vel, ég er allavega ánægð með hana. Sveinn Jóhann las seinni ritningarlesturinn og tókst það vel.
Eftir messu var kaffi hjá mér og komu þau á múla í kaffi. Síðan var slakað á fyrir og eftir kvöldmat.
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
09.04.2009 09:18
fyrstu lömbin komin
Þegar við komum í húsinn á þriðjudag voru kominn tvö lömb hjá Tálknu, en hún er söguleg kind, náðist í fyrra vor þá með eini gimbu, þá búinn að vera úti í þrjá vetur. En núna náðist hún í janúar ásamt dóttir sinni, sem ég á von á að beri fljótlega.
Lömbin hennar Tálknu, lambakóngur og lambadrottning (en það heita fyrstu lömbin á vorinn alltaf)
___________________________________
Á Múla bar svo í gær
En fyrstu lömbinn voru tvær gimbrar (tvær lambadrottningar)
__________________________________________________________________
Síðustu helgi fórum við suður á árshátið sauðfjársbænda á Sögu. Eins og vanalega stór fín og gaman. Logi var veislustjóri. Fósturteljararnir Heiðurnar sem koma hér voru með vísur af ferðum sínum og komu tvær af þessu svæði önnur um verðrið en það er oftast ekki á besta veg þegar þær eru á ferðinni og hinn um skap í smalamennskum hér. Hljómsveitinn var úr eyjafirði og hreynt frábær. Er með nokkrar myndir af ferðinni.
Hér er verið að fara ómskoða 4 einstaklinga úr hverjum fjórðungi. Til aðstoðar var sú sem er með kind.is.
_________________________________
Fórum í Smáralindina með Smára þar sáum við
____________________________________________________
Alltaf fallegt hér á ströndinni
Eins og ég segi alltaf nó um að vera hér í sveit.
__________________________________________________________
Myndakvöld hjá umfb núna í kvöld.
30.03.2009 08:37
Góður afmælisdagur.
Við Doddi kominn á dansgólfið á fyrirtækjaárshátíðar Vesturbyggðar.
Við vorum sjö saman af Barðaströndinni sem fórum vestur á hana, en það voru fleiri sem ætluðu en gugnuðu vegna veðurs, en það slapp og komust við klakklaust vestur og til baka um nóttina.
Veislustjóri á ársháttíðinni var Óli Sæm, hann var frábær, hann lét allan salinn syngja fyrir mig.
Maturinn klikkar ekki hjá Kollu og systurm og fl. maturinn var hreinnt dásamlegur.
Patresfirðingarnir voru með tískusýningu en það voru karlmenn í kvenfatnaði, náttúrulega hlægilegt.
Undir regnbogna var leikið, það var gaman að því.
Bíldalingarnir klikka ekki með söngatriðinn, "bleðlar, nógir bleðlar hér, engin kreppa hér, sagði Hanes mér, nó vinna hér fyrir vestan."
Ingó og veðurguðirnir voru algerir stuðboltar, dansgólfið alltaf fullt.
:) ath.setti nokkrar myndir af háttíðinni. :)
24.03.2009 14:27
Alltaf nó að gerast í sveitinni
--------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Á Laugardaginn 21.mars var prófkjörið, við fórum og þáðum vöfflur hjá Eyrúnu og Tryggva í Dunhaga í Tákanfirði.
Á Sunnudag 22.mars var gleðilegur dagur þegar úrslit prófkörisins voru ráðinn, kom það í ljós að Eyrún komst í 3.sæti og Ásbjörn í 1.sæti. Við fórum að samgleðjast henni um kvöldið. Ég slepti að fara á prjónakvöld í Flakkaranum, en komu konur saman með á prjónunum.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------Á Mánudag 23.mars kom tónlist fyrir alla í skólann, en það var þjóðlög, íslensk og ensk.
---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Við Sveinn gáfum og ég tók nokkrar myndir af fénu svona áður en það verður tekið snoðið af þeim.
18.03.2009 14:57
Góð suðurferð
Aðal erindið var að fara með Sveinn til háls,nef og eyrna, en það kom út að það eru ekki kyrrtlarnir heldur bara bólgur í slímhúðinni að pirra. Tók nokkrar myndir hjá Jónu komnar inn í albúm.
Við Sveinn hjá Jónu.
26.02.2009 09:01
Öskudagur
Sveinn sem Hitler
Smári sem gamal maður.
Flottustu búningarnir kostnir
í flokki fullornu voru þau kosin: Guðný sem Húsamús í 3.sæti. Kobbi P sem karlrembusvín í 2.sæti. og Kobbi E. sem sjóræningi í 1.sæti.
Í barnaflokki voru þau Ágúst sem hjólakappi í 3.sæti, Páll sem Jókerinn í 2.sæti og Jarþrúður sem kóngulóadrottning í 1.sæti.
Það er komið albúm með myndum sem ég tók á öskudagsskemmtunni.
19.02.2009 10:27
Gott þorrablót
Haldið var þorrablótt í Birkimel 14.feb. heppnaðist það frábærlega, húsið troðfullt og mikið hleigið af skemmtiatriðum, svo ball til kl 05, stanslaust spilað.
Ath 137 myndir inná hjá Guðlaugi Albertsson http://www.123.is/gullialla
við mægunar.
þetta er nefndin sem skemmti.
Krúlli (Bariði) með sýnikennslu á hjálpartæki til að þurfa ekki að pissa útfyrir.
Söngur um konuna sem mótmælir fækun póstferða.
_________________________________________________________________________________
Við Sveinn í göngutúr.
Við Smári
Nokkrar landslagsmyndir.
02.02.2009 11:57
gott veður
Hér eru nokkrar myndir teknar á fösudaginn 30.janúar.
Annars er ég á fullu að hugsa um ferminguna, en eins og hefur komið á daginn er kostningar líka þann dag en það er 25.apríl. Er að spá og spökulera með breitinagr í herberginu hans Svenna. Við Doddi erum að spá í að mála stofuna, enda höfum víð lítið gert af því hjá okkur.
06.01.2009 15:22
Nýjar myndir
Var að bæta við myndum. Af jólatrésskemmtunni og áramótum og fl.
Tákna og Lilla komnar í hús, en þær náðust á sunnudag 4,janúar.

Lilla er bara orðinn stór og falleg í dag.
24.12.2008 16:55
Jól
Gleðileg jól,
gott og farsælt komandi ár
Þakka góðar móttökur við hangikjötinu
og seldust öll læri, eigum en framparta og fáa hryggi.
Lukkaðist það en betur en í firra.
Grýla tröllið fráa
með hjartað gráa
á hún féndur fáa
mig og þig
í matin hefur
brögðótt sem refur
slýtur þig í búta
og setur í kúta
þú munt lægra haldi lúta
höfundur: Sveinn Jóhann.
2008
kærar kveðjur frá okkur í Skálholti.
Sveinn var í sjónvarpsféttum á mánudag 22.des.
11.11.2008 08:26
Hangikjöt
Móru hangikjöt
Móru hangikjöt er klárt í sölu.
Höfum:* hangilæri hægt að fá með beini eins úrbeinað.
*frampart með beini, úrbeinað eða niðursagað.
*Léttreykta hryggi (londonlamb)
Um er að ræða mjög góða vöru af sérvöldum lömbum frá okkur, tekinn heim úr sláturhúsinu á Hvammstanga.
Verðum með hangikjötið í sölu á jólabasar á patró laugardaginn 29.nóv í félagsheimilinu kl 14-17.
Hafi samband við Silju eða Dodda í
sími:456-2080 eða gsm:8481062
eða með tölvupósti: silja@snerpa.is
Verð: 2000kr/kg á læri með beini
1500kr/kg á frampart með beini
2000kr/kg á hrygg (londonlamb)
2500 kr/kg úrbeinað læri
2000kr/kg úrbeinaður frampartur
2000kr/kg niðursagaður frampartur.
30.10.2008 16:20
Hlaupabóla
En það skiptir ekki miklu máli. Nú er Smári lagstu í hlaupabólu, en það er ver hjá honum hann er með hana bæði innvortis og útvortis. Hann getur ekki borðað neitt aðeins drukkið vökva og á til að kasta honum upp. Hann er líka með hitta með þessu.

Skrifað sunnudaginn 2.nóv.
Þetta lýsir sér þannig að þeir fá bólu sem er með vökva og springur svo vökvinn út. Eftir verður sár, bólurnar eru miss stórar og bólnar miss mikið út áður en þær springa. Eitlarnir aftan á hnaka bólna, miða við þessa lýsingu taldi ég að þetta væru rauðir hundar, en læknirinn vildi meina að þetta væri hlaupabóla.
Þegar þeirr fengu þetta yngri var þetta rauðir dílar sem komu með smá bolgu en ekki þessum vökva. Eins var það þegar ég fékk hlaupabólu fékk rauða díla en engan vökva.
Hvað haldið þið eru þetta hlaupabóla eða rauðir hundar?
Fyrst í gærdag (laugardag) hætti Smári að æla og gat borðað smá. Hann er svo mikið betri núna í dag, svona líflegri. Hann fer þó ekki strax í skólan. Kannski á miðvikudag.

15.10.2008 16:51
Rauðir hundar
Já það eru rauðir hundar hjá mér. Sveinn Jóhann er með þá. Hann var í fermingarundirbúningsferð, hann fór á sunnudag og kom til baka á þriðjudag (í gær) en það var farið í Vatnaskóg. Hann fór með tvær unglingabólur og kom rauðskelóttur til baka, en hafði klægjað við eyrað um kvöldið og vaknaði svona útsteyptur á þriðjudag. Núna í morgun var hann svo aumur og leið ílla. Fór með hann til læknis og fékk staðfestingu á að þetta væri rauðir hundar og hann ætti að hafa það rólegt fram yfir helgi og gæti mætt í skóla á næsta mánudag.
Píla var svæfð í gær, en hún var orðinn 9 ára. Hún var lengur að jafna sig eftir hvern dag núna í göngum en vanalega og farinn að heyra verr. Betra að leifa henni að fara með reysn, heldur að halda henni þar til hún væri blind og heyrnalaus. Enda ekki auðvelt að vera með þrjá hunda.