28.09.2008 09:48
smala og rétta.
Það er búið að vera að smala frá því á mánudag og til föstudag. Réttað var í gær á laugardegi.
Á mánudag var farið frá Litluhlíðará og inneftir í hlíðinni og fjaran tekinn líka. Að innan af fossholunum á móti. Þetta var nett upphittun fyrir næstu daga.
Á þriðjudag var farið Siglunes og Hreggstaðardal. Það rekið inn á Stekkjarvík.(sem er tún sem Innri-Múli er með hjá Brekkuvöllum.) En það þurti að reka féð yfir Haukabergsvaðalinn, en þegar féð kom niður vantaði ca. klukkutíma á fjöru, var féð búið að bíða í meira en hálftíma þegar þær fyrstu fóru yfir.
Á miðvikudag var farið fyrst í Holtsdalinn og það fé rekið inn á Stekkjarvíkina síðan farið upp aftur og Haukabergsdalur tekinn og það fé líka rekið inn á Stekkjarvíkina. Höfðum við nesti með í bílunum og fegnið sér áður en var farið upp aftur. Ekki var auðvelt að fara yfir ár og sprænur því það var gríðarmikið vatn í þeim. Ég tók hálft sundtak þegar ég fór yfir á einum stað. Blotnaði þó ekki nema í annað stígvélið og annan vettlinginn. Þórður Ólafsson fór bara úr og fór berfættur yfir.
Á fimmtudag var farið niður Hrísnesdal og Fossdal (langt undir Hagatöflu). Tekið úr Stekkjarvíkini og rekið inneftir. En þetta er í annað sinn sem það er geimt á Stekkjarvíkinni og í fyrra vildi það fara upp og úteftir, núna vildi það upp en inneftir og smá mál að ná því niður í fjöruna. En það á að fara niðrí fjöru inneftir inn á tún á Múla.
Á föstudag var það Hagadalur. En nú var það prufað að fara upp Tungumúlafjall og svo úteftir. Voru þeir ca.2 tíma að fara þaðan að Grettistaki. Við Sveinn vourm niðri og hreynsuðu múlann og kom svo Ásgeir á móts við okkur. En féð vildi ekki yfir Hagaána og fór niður með henni, komu fl. til að hjálpa þar fyrir neðan. Jói í Litluhlíð taldi 257 stk. koma. Var giskað á að á túninu á Innri-Múla væru komið um 1500 stk.
Laugardagur var réttað og tók það ekki nema 2 tíma. Okkar fé flutt úteftir og voru það fjórir vangnar, en Árni á Krossi var búinn að bæta hæð á vakninn sinn og tók hann þá 20 fleira en áður.
Í dag sunnudag erum við Doddi að spá í að reka inn hjá okkur í Miðhlíð og taka ókunna úr. en það þarf svo að reka inn á morgun og sortera fyrir ómskoðun og svo kemur fjárbíll á miðvikudag taka lömb í slátrun á Hvammstanga.
Næstu helgi á svo að smala í Trostansfirði.
Semsagt búið að vera nóg að gera og nóg framundan. Sett nokkrar myndir inn.
18.09.2008 10:36
Lárus Lárusson
Lárus Lárusson fæddur 4.febrúar 1942 og dáinn 10.sep.2008
Nú er hann farinn, hann Lalli frændi, eins og við kölluðum hann alltaf. Hann var partur af tilverunni í uppvexti mínum í Laxárholti. Hann kom í jólafríum, páskafríum og sumarfríum, og nokkrum sinnum var hann heimsóttur í vinnunni í Reykjarvíkur ferðum. Hann kom oft með afþreyingu sem maður fékk að njóta með honum eins og myndasögur og myndbönd. Ég man aldrei eftir honum nema glöðum og gamansömum. Þetta var eins og hann væri að koma með gull þegar hann kom með pokana af morgunkorni. En Lalli vann hjá heildsala og fékk margt á góðum kjörum svo kom hann fékk hjá bakara nokkrum það var gott að laumast í sætabrauðið sem slæddist með í brauðpokunum.
Hann spurði mig sem tátu hvað ég ætlaði að verða þegar ég yrði stór, ég man ekki alveg hvað ég sagði, minnti hann mig á þegar ég var flutt vestur að ég væri nú á skjön við það en ég ætlaði alls ekki að búa í sveit eða eiga börn, og hvað þá að kenna. Þegar ég varð 18 ára og mátti kjósa var ég ekki vissi um hvað ætti að kjósa, hlustað ég á Lalla, hans skoðanir á stjórnmálum.
Nú kveð ég Lalla, og geymi allar góðu minningarnar um hann.
(minningargrein sem ég sendi í moggan)15.09.2008 22:57
Jarðarfaraferð
Ég gerði þann feil að skrifa Spotti með einu t í myndaalbúni. Ég gat ekki leiðrétt þetta.
Annars eru göngur að byrja í vikuni.
Skrifa meira seina ef tími vinnst.
30.08.2008 23:28
Mamma mía
Nokkrar af okkur kvenfélagskonum fórum saman á Patró að borða á Þorpinu og fórum svo í bíó á Mamma mía.
Við vorum sex saman að borða, fengum aspassúpu, brauðið með var mjög gott. Aðalrétturinn var lambahryggur, hann var góður. Í eftirrétt var ís sem var framréttur í glasi með fæti mjög flott og gott. Bíóið var næst á dagskrá. Við sátum niðri fyrir miðju, (ég hef aldrei setið svona neðalega áður) ég var ekki búinn að gera mér neinar vonir um myndina og varð rosalega hrifinn, fékk þá hugdettu að gaman væri að eiga abbabúning og þá yrði að eiga músikina líka.
Sem sagt gott stelpukvöld.
(Þetta er líka mynd fyrir stráka)
28.08.2008 21:34
Skólinn byrjaður
Fórum suður á föstudag með Baldri, komið við í Laxárholti að taka Smára kúasmala, ásat fl. Farið til Siggu til að gista.
Við fórum á Hellu á laugrdaginn var á landbúnaðarsýninguna, þar var mikið af fólki og margt að skoða. Barði og Ásgeir voru þar líka með þeim voru Pétur og Alex og hurfu þeir ásamt Svenna og Smára. Ásgeir lét okkur vita að þar væru hvolpar til sölu, við að skoða og völdum einn.
Afi hans Dodda átti afmæli svo við skruppum til hans þegar pása var á dagskrá (milli kl:19 -22) Fórum svo aftur á Hellu að horfa á flugeldana og hlusta á Árna Jónsen, (Smára fannst hann ekki skemmtilegur.)
Seinnt farið til Siggu að sofa.
Vaknað til að horfa á úrslitaleikinn og mikil spenna að fylgjast með honum. Ég sagði að þetta væri formsatriði að horfa á leikinn því við værum orðnir sigurvegarar. Þetta er náttúrlega einstakt að litla fámenna landið okkar geti komist á pall með heilt handboltalið á ólimpíuleikum, vonandi verður þetta til þess að íþróttum verði sinnt en meir og við eigum eftir að eiga fl. verlaun. Mjög gott markmið að keppa við sjálfan sig og vera að bæta sig og setja sér stór markmið, ekki að keppa við aðra.
Þórólfur, Saldís, Selma Líf og Sólon komu eftir leik að kíkja á okkur í Laufenginu.
Síðan var slakað á. En stórveisla var svo eftir kl 16 hjá Jóa í Litluhlíð en hann hélt uppá áttræðisafmælið sitt á Grand hótel. Var þetta flott veisla, góðar kökur og flott myndasýning af gömlum ljósmyndum. Sveinn og Smári létu sér við Freydísi á meðan.
Fórum við í 40 ára afmæli hjá Dísu, og voru veitingar ekki af vera tæginu, mjög góðar hveitikökur hjá henni.
Svenna og Smára langaði að kíkja á Enok og fórum við með þá þangað. Jóna sagði okkur að hún væri að fara að læra sálfræði í háskólanum, það er stór gott hjá henni.
Á meðan við vorum hjá Siggu fór Hanna Stína í starfsmannaviðtal í leikskóla og fékk vinnuna. En hún verður líka í kvöldskóla. ((allir að mennta sig nema ég!!))
Sveinn og Doddi voru hjá tannsa á þrið. á heimleið komum við við í Dalsmynni og þar keftur hvolpur, Svanur skoðaði Kát og hélt að hægt væri að hafa gagn af honum. (þyrti bara meiri þjálfun.)
Eftir tilsögn um uppeldið var farið á stað. Í Búðadal hittum við Árna og Guðrúnu á suðurleið. Fékk hvolpurinn nafnið Spotti eftir nokkrar tillögur. (Hann mátti ekki heita Vígi, Snati eða þau sem væri á öðrum hundum á sveitinni. Það var líka að vera þannig að gott væri að kalla á hann.) "Silja kondu með Spotta" hljómar vel hjá Dodda.
?ekki satt?
Pílu og Kátti er sæmilega sátt við hann Spotta en Eldingu (kisu) er ekkert vel við hann, það breitist kannski.
18.08.2008 00:32
Smári á Mýrunum
Unnsteinn Smári er núna á Mýrunum, hjá Steina og Diddu í Laxárholti. En hann fór á föstudaginn og fylgdi afa sínum sem var að fara suður í 90 ára afmæli Ólafs bróður síns og 85 ára afmæli Helgu konu hans (frænku minni) í Reykjavík.
Í Laxárholti fær Smári að fara á fjórhjóli að sækja kýrnar og taka til í vélagskemmunni. Nóg að gera eins og á öðrum bæjum. En þar er búið að heyja alla há og keyra heim.
Ég var á námskeiði á föstudag um leiklist í kennslu og var það annsi fróðlegt, við fengum verklegar æfingar, en við vorum fjögur á Patró á námskeiðinu en það var haldið á Ísafirði í gengnum fjarfundabúnaðinn, og var líka á Hólmavík en þar voru tvö. Ég vona að ég hafi síðan tök á að notta þetta í vetur við kennslu. Með leiklistinni er hægt að vinna með bæði heilahvel og auðveldara að muna námsefni með þeiri aðferð, en það er eins konar punturinn yfir i þegar búið er að fara yfir efnið á hefðbundinn hátt.
Á næsta miðvikudag er námskeið í Mentor, en það er stöðugt verið að bæta og breita á þeim vef. En Menntor er vefur (skráningarkerfi um skólastarfið) sem kerfi fyrir skólana, þar skráir kennarinn inn mætingu, einkun og fl. þar geta foreldrar eins fylgst með vinnu barna (einkunir) og heimanámi.
Doddi er búinn að vera að breita og bæta fjárkeruna, svo hægt sé fyrir einn að reka á hana. Mjög gott mál. Núna bíða menn með að fá að vita hvort þeir meigi kaupa það sem var sótt um (ég meina hrúta og gimbrar). En það er nauðsinlegt að fá nýtt blóð og eins til að kynbæta féð. Eins er hægt að gera skemmtilega ferð í að sækja lömbinn sem keypt eru. Ekki hefur mér leiðst að fara með Dodda og fl. að sækja hrúta í gegnum tíðina. En við höfum ekki keyft í tvö ár útfyrir heimasveit.
10.08.2008 22:41
langt síðan síðast.
Það átti að vera Vestfjarðamót dagan 19-20. júlí en það varð ekki og frestast til næsta árs. En það er lítið verið í frjálsum á norður svæðinu.
Við fjölskyldan fórum á Unglingamótið í Þorlákshöfn á verslunarmannahelginni og var það mjög gott, nó um að vera og gott veður, smá rigning á laugardagskvöldið. Strákunum gekk ágættlega Sveinn var í 14 sæti í 800m. En hann keppti líka í langstöki og skák, (slepti hástökinu fyrir skákina, en gat aðeins keppt þrjár skákir þá var 800m hlaupið). Smári keppti í kúlu og spjóti. En það voru margir strákar á hans aldri.
Við erum strax farinn að spá í næsta móti en að verður í Grunndafirði, skrákarnir eru að spá að hjóla, en það er ekki nema um 30 km frá holminum í fjörðinn. En ef veðrið verður leiðilegt (sem ekki er líklegt) er bara betra að sitta í bíl með mömmu og pabba.
Nú er maður að hamast við að tína berin en það er hver að vera síðastu til þess, þau eru að skrælna, eins að koma rababara í fristir fyrir sultugerðinna. Ég er núna búinn að tína tæpa 15 lítra af aðalbláberjum. stefni á að ná 10 lítrum á morgun og helst meira. Ég frysti berinn í sykurvatni og sulta.
Skólinn fer að byrja, en ég byrja á föstudag 15.ágúst á að fara á námskeið allan daginn, en skólasetning er mánudag 25.ágúst.
Reyni svo að setja inn nýjar myndir við tækifæri.
15.07.2008 19:57
Nó að gera eins og vanalega.
Systur mínar farnar heim í Þýskaland. Nokk ánægðar með dvölina.
Eftir héraðsmóttið sendi ég Sveinn í frjálsíþróttaskóla í Borgarnes 7-11. Var hann 4 tíma á dag í frjálsum, lærð hann t.d. grindarhlaup. Þau fengu að fara í sund á hverjum degi í kl.tíma. Svo kvöldvökur og fl. Sveinn var mjög ánægður.
Komum 5 syskinni saman í Laxárholti.Smári fór svo að taka á móti bróður sínum á fimmtudag í Laxárholt. Ég fór ekki fyrir en á föstudag seinni ferðina með Baldur, þegar ég kom var Smári búinn að tjalda. En í Laxárholti var syskina helgi og komu Nína systir með Loft (maður hennar) Bjöggi og Mangó (sonur Nínu og kærasta hans sem heitir Margrét). Siggi bróðir og Áslaug (kona hans) Siggi Logi (sonur þeira) Brynja (dóttir sigga) með börnin sín Emmu (bráðurm 5 ára) og Hafn (á 3 ári). Sólveig systir með Stínu svo kom Svanur á laugardeginum.
það ringdi og var ákveðið af fara í Landnámssetrið í Borgarnesi, við vorum svo mörg að við fengum hópafslátt það kostaði 1000 á báðar sýningarnar á afslætinum. Ég mæli með þessum sýningum.
Var farið að undirbúa matinn, en allir komu með á grill og var það bæði lamb og kjúlli. Ekki vantaði svo meðlætið. Maturinn var svo mikil að við hefðum mátt vera helmiki fleiri án þess að geta klárað. Áttum við svo gott kvöld. En við lögðum ekki í að sofa aftur í tjaldinu og fórum inn með dýnurnar. Fórum við svo heimleiðis í hádeginu á sunnudeginum. Vorum kominn svo snemma í hólminn að ég komst í sund með strákunum áður en ég fór með baldri.
Mánudagur 14.júlí Tvíburaafmæli. Hafsteinn og Linda áttu 5 ára afmæli. Náttúrulega mikil veisla. Farið var í skemmtilega leiki.
Þriðjudagur: við fjölskyldan fórum öll í vinnuna Gellur og Kinnar. Nóg eftir að pakka þurrum hausum og beinum. Ég tók þó skorpu í að þrífa kaffistofuna. Verður nóg að gera í nokkra daga.
05.07.2008 22:54
Júlí kominn
Systur mínar frá Þýskalandi eru í heimskókn. Þær fengu að taka þátt í þrifum í Lingholti og að fara í vinnuna með Dodda og strákunum. Og í dag fengu þær að keppa á héraðsmótinu. Mikið fjör og gaman. Jóhanna náði þriðja sæti í kringlu, alveg frábært.
Júlí er bara kominn.
Pabbi og systur mínar þær Jóhanna og Vanesa komu á mánudag. Komu með seinni Baldri og fengu þetta flotta veður og hreynasta skemmti sigling.
Ég hafði hangiköt með jólaöli og uppstúf með kartöflunum.
Þriðjudagsmorgun 1.júlí fórum við pabbi í fjósið á Vaðli að ná okkur í smá mjólk, pabba leist vel á fjósið og allt. Svo hófst hveitikökubakstur. Fórum í kaffi á Múla með hveitikökur og hangisalat. En þá var Alex mæt með tertu í kveðjuskinni ásamt Heiðu og börnum. Alex var svo með stelpupatrí um kvöldið.
Miðvikudag 2.júlí. Stelpurnar og strákarnir fóru með Dodda í vinnuna. Við pabbi fórum í Lyngholtið að þrífa en pólverjarnir voru farnir og koma ekki aftur fyrir en í sept. og er búið að leigja húsið undir tvö ættarmót.
Skelti köku í ofninn og hrærði deig í pönnsudeig, lét strákana og stelpur sjá um rest. Sigga kom að hjálpa með þrifinn, ekki veiti af. Komu svo allir í kaffi til mín, og fegnu krakkarnir að setjast út með sitt. Enda gott veður. En það var kominn rigning þegar æfingin var.
Jóhanna og Vanesa skráðu sig til keppni á héraðsmótið.
Fimmtudagur: voru við öll að hjálpast við að þrífa og taka til, krakkarnir dugleg úti að raka og snirta. Doddi og pabbi rifu tepið af áður en þeir hættu á mið, var nú verk að þrífa rest upp.
Tókst að gera Lingholt gesta hæft á hádegi á föstudag. Pabbi og systur fóru með Helga Páli á mjólkurbílnum, þær að skoða hvolpana en pabbi fór rúntinn með Helga.
Sveitabörninn fengu að fara í sund og voru þau ánægð með það. Búningskelfagámurinn er stórgóður.
Á föstudagskvöldið var undanúslit í stuttu hlaupunum. Sveinn og Vanesa voru í því.
Múla bræður slóu í fyradag svo meir heiskapur framundan, þannig að Doddi varð eftir til að taka þátt í heiskapnum og ég fór með stákana og systur mínar á Bíldudal.
UMFB eru kominn með meiri en 30 verlaunasæti núna eftir föst. og laug. allveg stórglæsilegt hjá okkar keppnisfólki stóru og smáu. Áfram UMFB!!!!
29.06.2008 19:28
Síðasta vika.
Fór ég suður með Sólveigu systir. Hún var á bílnum hennar Stínu (hann eyðir svo litlu) , með okkur var Brúnó (brúni hvolpurinn) hann var að fara í Borgarnes en þar tók dóttir eiganda Brúnós sem er í Skagafirði. Við vorum í hundafarrími í Baldri, passaði ég hann svo þegar Sólveig seti bensín á bílinn í hólminum, leyfa honum að pissa. Stopuðum við Lyngbrekku hittum Steina og Diddu, þeim fannst náttúrulega hann Brúnó algert æði.
Gisti ég með Sólveigu hjá Maríu (teigndadóttir Sólveigu) Páll var á sjó. En þau búa í Kópavogi á jarðhæð. Þau eru búinn að koma sér vel fyrir, kominn þessi fínni pallur. Grilaði María fyrir okkur kjúla og sætar kartöflur, mjög gott.
Eftir glæstar þeyttumst við víða um höfuðborgina áður en að aðalerindinu var komið en það var að fara í jarðaför Ástu frænku (systir pabba)
Gagnasafn | þri. 24.6.2008 | Minningargreinar | 510 orð
Ásta Sóley Lárusdóttir

Ásta Sóley Lárusdóttir fæddist á Framnesvegi í Reykjavík 5. nóvember 1927. Hún lézt á dvalarheimilinu Grund í Reykjavík 15. júní síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Jónínu Jóhannsdóttur, f. 8. nóvember 1888, d. 20.
Þetta var nú með léttustu jarðaförum sem ég hef farið í, sálmar voru sungnir líflega. En var það tengdasonur hennar sem jarðsetti Guðmundur Örn. Mér er minnistæðast við Ástu er að hún vann í nóa síríus og sendi nammi á páskum og jólum. Síðan var kaffi á sjónvarpstöðuni OMEKU, vorum við Sólveig smá tíma að finna hana.
Við Sólveig skeltum okkur í bíó á Indjana Jones IV kl: 20 og var hún mjög góð. Mæli með henni.
Náðum ekki á bónus svo við gistum aftur í bænum. Komum við í Laxárholti á heimleið. fórum svo í seinni ferð í Baldur á miðvikudeginum. Var verið að heyja á Múla. Steinni og Didda eru búinn að heyja fyrri slátt og kominn með nóg hey.
Doddi er að fara að komast í sumarfrí, og er nóg sem við ætlum að gera, t.d. mála húsið okkar, vinna í garðinum og fl. Það á líka eftir að heyja allt.
Framundan héraðsmótt hhf á Bíldudal 4-6.júlí.
20.06.2008 07:34
17.júní og fl.
Nú blogga ég.
12.júní var fyrsti dagurinn hjá Svenna í vinnuskóla hér á Barðaströnd. Er verið að vinna í kringum skólann.
En varð að taka hann fyrr til að koma á Patró. En Smári var að fara til læknis og fl. En kl: 18 byrjaði sparkvellaleikur á Tálknafirði. Það var gaman en það kónaði ansi mikið og áhorfendur voru orðnir lopnir. En Sveinn skemmti sér að spila og það var aðalatriðið. En krökunum var blandað í liðum. Mamma var búinn að tala um hvað pitsurnar væru góðar í Hópinu svo við skeltum okkur þanngað og mamma kom. (að vísu bilaði bílinn og ég varð að sækja hana við aflegjaran). Komum seint og þreit heim.
13.júní. Fundur kl:16 í Flókalundi sem sláturfélagið á Hvammstanga og Sauðarkróki heldu. Vilja fá fleiri í viðskipti og helst innleiða Blöndós, sagði okkur frá nýjum spennandi markaði í Rússlandi, þeir vilja kaupa gærunar aðalega vegna ullarinnar, þeir eru að senda hrossahjöt og fl. Í lokinn var svo gott kaffi og allir fengu húfur.
13-15.júní helgina var ég að mjólka á Vaðli, en þar eru 11 mjólkandi kýr, þær eru mjög góðar og stiltar við mann. Á laugardagskvölmjöltunum fór ég hjólandi og Smári með mér. Enda mjög gott veður. Ég þurfti ekki að gefa eða sinna hundinum henni Perlu, það voru aðrir í því.
16.júní. fórum við Smári á Patró, gerðum helling, hann til læknis að taka blóð. Matur hjá Sólveigu, sund og að síðustu fórum við í heimskókn til Kiddýar á sjúkrahúsinu. Þegar við komun heim var enn fundur um þjóðlendur. Doddi bað mig að fara að sækja pólverjana úr vinnunni. Það var kvast og tók aðeins í bílinn og við fildumst með stormsveipunum í fjörunni fyrir neðan Hvamm. Þegar ég kem heim fer ég með póst inn að Krossi, en þegar ég ætla úr bílnum kemur Árni bakandi og á bílin minn. Þetta var ekki harður skelur en það kom dæld á aftur brettið. Þau hjón voru að drífa sig á Baldur og hvorki heyrðu eða sáu mig. Fór að Vaðli að færa Hákoni hveitikökur úr mjólk frá honum. En það er mun betra að baka þær úr ógerilssneitri mjólk, þær verða léttari og betri að öllu leiti. Það var mjög kvast og hafði tengdapabbi áhyggjur af kartöflunum í sandgarðinum að það væri fokið af þeim. Þegar við ætluðm að fara úteftir að gá að garðinum var Gísli og Pálmi við björgunarsveitahús, en þá var útkall frá Baldri, en honum gekk illa að leggja að og flutningarbílarnir hentust til. Doddi og strákarnir með í það og ég fór ein út á Múla, sagði Barða frá útkallinu. Ég fór að gá og voru svona um 20 kartöflur sem sáust uppúr sandinum ég seti yfir þær og kom mér uppeftir. Fór í Birkimel var að undirbúa kaffið og vorum við ekki lengi að því.
17.júní. Í minn hlut var að gera brauðtertu með rækjum. Kláraði það og fór með þær í kælirinn í Birkimel. Tíndi Lúpínu í vasa á borðinn. Doddi flagaði. Að vanda var kaffið gott hjá okkur konum í Neista. Ungmennafélagið var búið að skipulegja leiki sem tókst vel. Ég prufaði að spila fótbolta með glös á augunum með gati og var þetta mikil þrekraun að hitta boltan. Reypitog var milli 30 ára og yngri, tókum við eldri þær yngri í nefið. En lúðuhlaupið var erfiðra þegar var farið að tefja fyrir. EN þetta var allt til gamans gert.
Framundan er unglingamótið á Bíldudal á laugardaginn.
10.06.2008 22:05
Breit útlit
Eins og lesendur hafa kannski tekið eftir var ég að skipta um grunnmynd og hausmynd. Í grunnmyndinni er Gofa sem bar síðast og varð náttúrulega gofóta lambið að verða hrútur en hvíta gimbur. Sveinn sá þetta strax í fjarska. Ég vonaði náttúrulega eftir að það væri öfugt.
Í dag kláraði ég að þrífa í skólanum og er voða ánægð með það. Tók náttúrulega allt í geng í hólf og gólf. Allt glampandi hreynt.
Næst á dagskrá að gera Eikarholtið glampandi hreynt.
Sveinn er að byrja í unglingavinnu núna á fimmtudag og verður í viku. Á svo kost á að vinna á Patró, er að spá að hann gæti farið á mánudagmorni og kæmi svo heim á fimmtudag með Helga Páli, en veit ekki hvort það lukkast.
Sparkvallamót í fótbolta verðu held ég á fimmtudaginn, en það var auglýst á morgun. Það er á Tálknafirði.
Var að setja myndaalbúm með myndum af matarveislunni á Innri-Múla sem var síðasta laugardag.
Ekki vera feiminn að skifa í gestó og hér fyrir neðan.
09.06.2008 09:38
Annasöm vika
Við áttum von á fólki í Eikarholtið svo mikil tími fór í að gera klárt þar. En það er búið að klára pallinn og skjólveginn og bera á hann. Tengja pottinn og þrífa. Setja upp gerfihnattadiskinn, en það næst ekki Thor (þar sem rúv er) heldur bara Astra. Við erum með það og erum að horf á nokkrar þýskar stöðvar sem eru með góðum myndum og þáttum.
Erum búinn að setja niður kartöflur í heimagarðinn, eru tvö lítil beð og úti á Múla eru fjögur beð í sandgerðinum við fjöruna. Settum líka í heimagarðinn gulrætur og prufuðum lauk. Á fimmtudagskvöldið var kvennfélagsfundur, aðalmálið var 17.júní kaffið. En helmingur af konunum verður ekki heima.
Kvennahlaupið var á föstudagskvöldið og var góð þátttaka. Byrjað á Múla og farið úteftir að fossi, ekki hægt að kvarta með veðrið, millt og hlítt. Við Doddi fórum gangandi í garðinn að bera á karteflubeðinn, eftir hlaup og þá var kominn dögg.
Á laugardagskvöldið var feiknar mikil og góð grillveisla á Múla, Heiða og ég mættum með veitingar og svo stóð Barði við grillið og matarborðið svignaði undan krásunum. Alex kom með eftirrétt sem var Rúsnesk kaka, mjög sérstök. Ég hélt fyrst að þetta væri ostakrem milli smjördegi. En þetta var mjólk og sykur þeitt seman. Segi bara takk æðislega fyrir mig.
Gaman að sjá hvað ástin liggur í loftinu á Múla

Í þessari viku er að klára eldhúsið og það sem fylgir því í skólanum og klára Eikarholtið það kemur fólk í það núna á föstudag.
Framundan Unglingamótt á sunnudaginn 15.júní á Bíldudal.
kaffi 17.júní sem kvennfélagið sér um. Leiki sér Ungmennafélgaið um.
04.06.2008 09:19
Sunnudagur á Sjómannadegi
Strákarnir skoðuðu hjólinn en við skruppum heim að sinna hundum, kisu og fiskum. Kíktum á kindurnar, pelalambið var dautt.
Strákarnir tóku þátt í leikjum í Króknum. Yngstu 7 ára og yngri áttu að borða kókósbollu og drekka kók. milli 10-8 ára borða lifrapylsu og drekka mysu. 11-14 ára fengu að leita að steinni í kari með lituðu vatni og borða svo dós af kotasælu með viðbætri matarolju, það gekk illa í þau, þeir bræður voru ekki ánægðir með þetta.
Þetta er nú ljótt að vera skemmta sér á að horfa á börnin troða þessu í síg, þau kúast og sum æla á eftir.
Ekki klikkar kaffihlaðborðið hjá kennfélaginu Sif. Ég er hrifnust af kanilltertunni og svo rjómaréttinum með ávextunum. Ef það var jarðaber á tertunni þá tók ég sneið af henni.
Strákarnir ath með paintball sem var fyrir ofan félagsheimilið, en það er aldurstakmark 18 ára. Þeir fengu þó að skjóta úr paintballbyssu.
Eftir kaffið fórum við í safnið í gamal kaupfélagshúsinu, en þar eru gamalar myndir og ýmislegt um Jón á Vör og fl., mjög fróðlegt það á að vera opið til sept. Kvet ég alla að kíkja á það. Ég sé alveg fyrir mér að hægt verði að gera skólaverkefni í tegslum við það.
Við fyldumst nátturulega með róðrarkeppninni, enda Sólveig systir í einu liðinu. Eftir hana fórum við heim. Skeltum okkur svo á ballið, sem var fámennara en á laugardag, en þó yfir 200 sem borguðu sig inn. Gott ball en laugardagurinn betri.
Fórum heim um þrjúleitið.
02.06.2008 15:27
Sjómannahelginn föst. og laugardagur
Fótboltinn á föstudag gekk ágætlega, en við unnum ekki leik enda vorum við að keppa við bestu liðinn. Hefðum viljað keppa við stelpuliðið um tapsætið.
Þetta var bara gaman. Það væri auglust hægt að plata mig aftur í þetta.
Laugardagurinn var flottur. Mættum um kl 11 upp á Sigtún þar sem var boðið upp á morgunhressingu, en það var þrjár gerðir af súpum og margar gerðir af brauðmeti eins og bollum, hveitikökum og kleinum. Svo var pottur af rabbabarasafti, mjög gott.
Þessar veitingar voru í stóru tjaldi í bílastæði hjá Skyldi. Í tjaldinu var stór hitari og kom mikil hiti frá honum. Á meðan við fegnum okkur kom skúr. Það var vel mætt og fólk mjög ánægt með þetta framtak. Meininginn er svo að þetta færist á næstu götu að ári. Ég upplifði svona stemingu sem ég fann á Dalvík á fiskideginnum mikla þegar súpukvöldið er, gestristni og vináttu. Akurat sem er aldrei nó af.
Strákarnir fóru með ömmu sinni í göngu um bæinn og frædust um hann. Voru mjög ánægðir með það.
Um 12 var kleinur og kúamjólk frá Haga á Friðþjófstorgi, og á samatíma voru Viðar og Matti að spila ásamt fl. í skúrnum við hliðina á Apótekinu. Fólki fannst gott að fá svona hreina mjólk og þá sérstakalega fullorna fólkinu. Sólveig mætti með einn hvolpinn og urðu margir að fá að klappa, enda eru þeir svo ómótstæðilega mikil krútt.
Um 13 var fyrirlestur í Sjóræningjahúsinu, um sjómenn hjátúr þeirra. Það var mjög frólegt en vann hún þetta af viðtölum við sjómenn í Vestmannaeyjum. Vildi heyra fl. Sögur eins og að ef veidist vel í fyrsta róðri í nýjum buxum voru þær ekki þvegnar, og eftir nokkur ár voru þær farnar að standa sjálfar, og eitt sinn fóru þær heim og konan þvoði þær, þá hætti viðkomandi á sjó. Því þá var búið að þvo úr veiðiheppnina.
Strákarnir höfðu farið kvöldið áður á og fannst gaman.
kl 14 var markaður í fiskmarkaðnum og boðið uppá kjötsúpu (það voru tveir stórir suðupottar fullir.) Við versluðum kleinur og punga, mjög gott. Fengum áritaðan disk hjá Lilju með sjómannadagslaginu, sem er áheyrilegt. Hægt var að kaupa ýmsar vörur þarna. Smári keypti húfu með deri með sjómannadagsmerkinu á. Keppt var í þremum kraftakeppna greinum á höfinni.
Kl 16 var dorgveiðikeppni. Strákarnir vildu ekki keppan núna, fóru í sjopuna að borða pylsu. (ekki við Doddi enda söd eftir súpurnar)
Kl 17 var svo siglinginn. Þetta er góð breyting að hafa hana á laugardeginum í staðina fyrir sunnudagsmorgun. enda var óhemju fjöldi sem kom með. Var farið inn fjörð og gott útsýni yfir þorpið. Við fórum í Núpinn.
Beið manni grill eftir siglinguna en á því var pylsur og hvalur. Ég lagði ekki í hvalinn enda var hann blóðugur, Doddi gat ekki einu sinni klárað sinn bita.
Nokkrir grunnskólakrakkar voru með atriði en það var áslátur á líkama og tunum. Þetta var æðislegt. Hafstraumar voru svo með tónleika. En mér var orðið svo kalt að við fórum heim. En þegar ég var búinn að koma hita í kroppinn fórum við á ball með Sólon. Við skemmtum okkur vel og var 420 sem borguð sig inn og ég held að það hafi bæst töluvert í viðbótt. Í restina var tónleikasteminng, golfið þakkið af fólki. Þær voru bara þrjár að afgreiða og var mikil biðröð á barinn, en aðal tavirnar voru posavélarnar, en það var eingin æsingur heldur var fólk bara að tala saman á meðan. Ég lagði ekki einu sinni í að fá mér vatn á barnum. Í raun er laugardagsballið aðalballið því þá er allt fólkið, það fara svo margir heim á sunnudag.
Við gistum hjá mömmu.